1. deildin í hestaíþróttum Fréttatilkynning 1. Deildar í hestaíþróttum og Áhugamannadeildar

  • 2. september 2023
  • Tilkynning

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er búið að stofna 1. Deild í hestaíþróttum og mun hún hefjast á næsta keppnistímabili (2024).  Áhugamannadeild og 1. Deild hafa hafa komist að samkomulagi um að tengja deildirnar með því móti að efsta lið Áhugamannadeildar ár hvert vinnur sig upp í 1. Deild og að sama skapi fellur neðsta lið 1. Deildar niður í Áhugamannadeild.  Reglur deildanna verða aðlagaðar þessu fyrirkomulagi.  Viðræður hafa átt sér stað milli 1.  Deildar og Meistaradeildar í hestaíþróttum um sama fyrirkomulag á tengingu milli þeirra og hefur það hlotið jákvæðan hljómgrunn.

Knapar skulu vera fullgildir meðlimir í  hestamannafélagi sem er í Landssambandi hestamannafélaga. Þar sem Landssamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gilda lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa 1. deildar í hestaíþróttum. Lágmarksaldur knapa í 1. deild er 18 ára, 19 ára á árinu. Knapar geta ekki verið í liði í Áhugamannadeild eða Meistaradeild í hestaíþróttum á sömu leiktíð og þeir eru í liði í 1. Deild í hestaíþróttum.  Önnur skilyrði eru ekki varðandi þátttöku knapa, þetta er því deild sem ætti að henta mjög breiðum hópi.

Lokað fyrir umsóknir liða 8.9.2023. Umsóknir sendist á fyrstadeild@gmail.com

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar