Fundum frestað vegna veðurs.

  • 4. febrúar 2025
  • Fréttir
Hrossaræktarfundir - Fundarferð um landið

Fundum sem áttu að vera í Borgarnesi í kvöld og á Norðurlandi í vikunni er frestað vegna veðurs. Auglýst verður fljótlega hvenær þessir fundir verða en dagsetningar annarra funda halda sér – sjá dagskrá fundanna og dagsetningar hérna fyrir neðan:

Almennir fundir í fundarröð stjórnar hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hrossaræktarinnar hefjast í febrúar. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

  • Málefni hrossabænda
  • Notkun keppnisdóma í kynbótamatinu
  • Þróun kynbótadómsins
  • Hrossaræktin almennt

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.

Fulltrúar hrossabænda og fagráðs, þau Nanna Jónsdóttir formaður stjórnar hrossabænda og fagráðs og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni.

Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

10. febrúar mánudagur Reykjavík – Reiðhöllin í Víðidal kl. 20:00.
11. febrúar þriðjudagur Suðurland – Rangárhöllin Hellu kl. 20:00
17. febrúar mánudagur Austurland – Félagsheimili Freyfaxa Stekkhólma kl. 20:00.
18. febrúar þriðjudagur – Höfn í Hornafirði – Fornustekkar kl. 20:00

Dagsetningar funda í Borgarnesi og á Norðurlandi verða auglýstar fljótlega!!

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar