Fyrsta sinn fimmgangur á Landsmóti

Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II Mynd: Nicki Pfau
Í fyrsta sinn er keppt í fimmgangi á Landsmóti. Knapar voru teknir inn á stöðulista en 20 efstu höfðu rétt á að keppa. Einungis 18 knapar kepptu á mótinu.
Nokkuð var af fólki í áhorfendabrekkunni þrátt fyrir rigningu, ekkert miðað við í gær í a flokknum en þá var líka töluvert betra veður. Næst á dagskrá er forkeppni í tölti en hefst hún kl. 19:00.
Árni Björn Pálsson á Kötlu frá Hemlu II eru efst eftir forkeppnina með 7,50 í einkunn. Sara Sigurbjörnsdóttir er önnur á Flóka frá Oddhóli með 7,37 í einkunn. Í þriðja sæti eru þeir jafnir Gústaf Ásgeir Hinriksson á Goðasteini frá Haukagili og Kristófer Darri Sigurðsson á Ás frá Kirkjubæ, báðir með 7,20 í einkunn en til gamans má geta að Kristófer Darri er ungmenni.
Myndband af þremur efstu hestum frá Alendis.is
Niðurstöður – Fimmgangur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Árni Björn Pálsson Katla frá Hemlu II 7,50
2 Sara Sigurbjörnsdóttir Flóki frá Oddhóli 7,37
3-4 Gústaf Ásgeir Hinriksson Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 7,20
3-4 Kristófer Darri Sigurðsson Ás frá Kirkjubæ 7,20
5 Þorgeir Ólafsson Íssól frá Hurðarbaki 7,17
6 Ásmundur Ernir Snorrason Ás frá Strandarhöfði 7,10
7 Jakob Svavar Sigurðsson Nökkvi frá Hrísakoti 6,93
8 Viðar Ingólfsson Eldur frá Mið-Fossum 6,87
9 Viðar Ingólfsson Kunningi frá Hofi 6,83
10 Arnar Bjarki Sigurðarson Magni frá Ríp 6,70
11 Matthías Leó Matthíasson Heiðdís frá Reykjum 6,67
12-13 Haukur Baldvinsson Sölvi frá Stuðlum 6,60
12-13 Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi 6,60
14 Svanhildur Guðbrandsdóttir Brekkan frá Votmúla 1 6,57
15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Júní frá Brúnum 6,53
16 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 6,47
17 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 6,40
18 Bjarney Jóna Unnsteinsd. Dökkvi frá Miðskeri 6,17