Gæðingafimi LH heitir nú Gæðingalist

  • 1. febrúar 2023
  • Fréttir
Nafnið sem sigraði kosninguna með töluverðum yfirburðum var Gæðingalist.

Á landsþingi Landssambands Hestamannafélaga í nóvember 2022 var stjórn sambandsins falið að efna til kosningar um nafn til framtíðar á keppnisgrein sem gengið hefur undir vinnuheitinu Gæðingafimi LH.

Almenningi var boðið upp á að senda inn tillögur að nöfnum á greinina og starfsnefnd á vegum stjórnar valdi fjögur nöfn úr þeim tillögum sem svo var kosið um.

Margar tillögur bárust sambandinu en nöfnin sem valin voru í kosninguna sjálfa voru Gæðingalist, Samspil, Hestalist og Gæðingaflæði.
Þessi nöfn fóru í gegnum síu nefndarinnar bæði sem vinsælar tillögur, þar sem þau bárust úr nokkrum mismunandi áttum og þóttu gefa mynd af greininni á einn eða annann hátt.

Það nafn sem sigraði kosninguna með töluverðum yfirburðum var Gæðingalist.

Landssamband Hestamannafélaga þakkar öllum þeim sem sendu tillögur og öllum sem tóku þátt í kosningunni um nýtt nafn á Gæðingalist.

Nú er Gæðingalist orðin keppnisgrein undir regluverki LH líkt og hver önnur keppnisgrein og ljóst að keppni í Gæðingalist er að fara vel af stað.

Nú þegar hafa Hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Sprettur Kópavogi auglýst mót hjá sér í þessari áhugaverðu og skemmtilegu grein, Hörður þann 18 .febrúar og Sprettur þann 26. febrúar auk þess sem keppt er í fiminni í fjölda deilda um land allt.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar