Landsamband hestamanna Gæðingaknapi ársins

  • 18. nóvember 2023
  • Fréttir
"Sýning þeirra félaga bæði í forkeppni og í úrslitum var fallega útfærð, átakalaus og skein af henni mikil fagmennska."

Gæðingaknapi ársins 2023 er Gústaf Ásgeir Hinriksson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Gústaf sigraði A-flokk á Fjórðungsmóti með Bjarma frá Litlu – Tungu en þeir hlutu einkunnina 9.36 ásamt því að Bjarmi var valinn gæðingur mótsins en sýning þeirra félaga bæði í forkeppni og í úrslitum var fallega útfærð, átakalaus og skein af henni mikil fagmennska. Þeir unnu einnig A-flokk á Gæðingamóti Geysis en þeir leiddu forkeppni og sigruðu úrslit á báðum mótum. Gústaf Ásgeir hlýtur nafnbótina; Gæðingaknapi ársins 2023“

Eiðfaxi óskar Gústafi Ásgeiri innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:

Auðunn Kristjánsson
Elín Árnadóttir
Jakob Svavar Sigurðsson
Sigurbjörn Bárðason
Sigurður Sigurðarson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar