Gæðingaknapi ársins

Gæðingaknapi ársins 2024 er Siguröur Vignir Matthíasson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landsambands hestamannafélaga og deildar hrossabænda innan BÍ sem haldin er í Gullhömrum. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Sigurður Vignir sigraði í B-flokki á Landsmóti með Safír frá Mosfellsbæ með einkunnina 9.02. Sigurður reið einnig til A-úrslita í A-flokki á Goða frá Bjarnarhöfn. Sigurður Vignir hlýtur nafnbótina Gæðingaknapi ársins 2024.“
Eiðfaxi óskar Sigurði Vigni innilega til hamingju með árangur ársins!
Aðrir tilnefndir voru:
- Árni Björn Pálsson
- Eyrún Ýr Pálsdóttir
- Hanna Rún Ingibergsdóttir
- Helgi Þór Guðjónsson