GÆÐINGALIST: BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR SKRÁNINGU Í UPPBOÐSSÆTI!


Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur opnað fyrir skráningu í uppboðssæti í gæðingalist sem fer fram fimmtudaginn 23. mars næstkomandi.
Skráningarfrestur er til 21. mars kl. 12:00. Þeir sem hafa hug á að næla sér í sæti og keppa meðal þeirra bestu senda tilboð á info@meistaradeild.is.
Lög deildarinnar segja til um að einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt, ef fleiri en einn vilja taka þátt mun hæsta boð gilda.