Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Gæðingalist í næstu viku

  • 19. mars 2023
  • Tilkynning
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram fimmtudaginn 23. mars

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum heldur áfram fimmtudaginn 23. mars þegar keppt verður í gæðingalist í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Dagskrá hefst kl. 19.00 og það gleður okkur að tilkynna að Kaffi Krús á Selfossi ætla að bjóða áhorfendum frítt inn í HorseDay höllina en einnig verður sýnt frá keppninni í beinni á Alendis.

Í fyrra voru það Teitur Árnason og Taktur frá Vakurstöðum sem sigruðu eftir hörkuspennandi keppni. Það verður gaman að sjá hverjir munu mæta til leiks á fimmtudaginn en það kemur í ljós á þriðjudaginn kl. 20:00 þegar dregið verður í rásröð í beinni útsendingu á Alendis.
​​
Eins og síðustu keppnir verður veitingasalur HorseDay hallarinnar opinn þar sem Tómas Þóroddsson,  veitingaeigandi á Selfossi, mun sjá um mat og aðrar veitingar fyrir gesti og gangandi frá klukkan 17:30.

Þeir sem panta mat á info@ingolfshvoll.is fá frátekið sæti á besta stað i stúkunni. Tilvalið fyrir vinina og fjölskylduna.

Hlökkum til að sjá ykkur í HorseDay höllinni, stjórn Meistaradeildar Líflands.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar