„Gaman á góðum hesti“

  • 22. febrúar 2020
  • Sjónvarp Fréttir
Vital við Heklu Katharinu og niðurstöður frá fimmgangi í uppsveitadeildinni

Fimmgangur í Uppsveitadeildinni á Flúðum fór fram föstudagskvöldið 21 febrúar og óhætt er að segja að keppnin hafi verið hörð og spennandi !

Efstur eftir forkeppni var Jón Óskar á Örvari frá Gljúfri, annar var Þorgeir Ólafsson á Snilld frá Fellskoti, þriðji var Þórarinn Ragnarsson á Glað frá Kálfhóli og fjórðu voru Hekla Katharína Kristinsdóttir og Jarl frá Árbæjarhjáleigu II .

Efstur inn í B úrslit kom Reynir Örn Pálmason á Þristi frá Tungu. Annar var Jón William Bjarkason á Vöku frá Ásbrú, þriðju voru Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Bragi frá Skriðu, fimmtu Karen Konráðsdóttir og Lind frá Hárlaugsstöðum og að lokum Ragnhildur Haraldsdóttir á Kappa frá Kambi. Nokkar sviptingar voru í B úrslitunum og fóru þau að lokum þannig að Karen Konráðsdóttir sigraði á Lind og unnu þær sér sæti á A úrslitum.

 

B úrslit

 

5 Karen Konráðsdóttir / Lind frá Hárlaugsstöðum2 6,62
6 Reynir Örn Pálmason / Þristur frá Tungu 6,52
7 Jón William Bjarkason / Vaka frá Ásbrú 6,29
8 Rósa Birna Þorvaldsdóttir / Bragi frá Skriðu 6,26
9 Ragnhildur Haraldsdóttir / Kappi frá Kambi 5,69

 

 

Næst á dagskrá voru A úrslitin.  Frábær hross, mjög mjótt á munum og ljós að smávægileg mistök yrðu dýrkeypt. Þorgeir og Snilld og Þórarinn og Glaður héldu sínum sætum frá forkeppni, Karen og Lind hoppuðu upp um eitt sæti en Jón Óskar og Örvar náðu ekki jafngóðum sprettum á skeiði og í forkeppni og hröpuðu niður í fimmta sætið.  Það var hinsvegar Hekla Katharína Kristinsdóttir sem stökk upp úr fjórða sætinu í það fyrsta með hinn glæsilega og jafnvíga Jarl frá Árbæjarhjáleigu II.

 

A úrslit

1 Hekla Katharína Kristinsdóttir / Jarl frá ÁrbæjarhjáleiguII 6,79
2 Þorgeir Ólafsson / Snilld frá Fellskoti 6,69
3 Þórarinn Ragnarsson / Glaður frá Kálfhóli 2 6,67
4 Karen Konráðsdóttir / Lind frá Hárlaugsstöðum 2 6,57
5 Jón Óskar Jóhannesson / Örvar frá Gljúfri 5,64

 

 

Einstaklings og liðakeppnin er ekki síður spennandi nú þegar tvær greinar eru búnar.  Stigahæsta lið fimmgangsins var lið STORM RIDER sem nú situr í þriðja sæti í liðakeppninni. Eftst stendur lið KÍLHRAUNS en lið ÁRBÆJARHJÁLEIGU saxaði á forskotið og situr í öðru sæti eftir gott gengi í fimmgangnum.

Efstur í einstaklingskeppninni er Þorgeir Ólafsson og jafnar í öðru til þriðja sæti einungis einu stigi á eftir Þorgeiri eru Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Hekla Katharína Kristinsdóttir.

 

 

EINSTAKLINGSKEPPNI

 

  KNAPI/LIÐ 4G 5G SAMTALS
1 Þorgeir Ólafsson FRIÐHEIMAR/SKJÓL 16 20 36
2-3 Rósa Birna Þorvaldsdóttir KÍLHRAUN 21 14 35
2-3 Hekla Katharína Kristinsdóttir ÁRBÆJARHJÁLEIGA 14 21 35
4 Ragnhildur Haraldsdóttir  KÍLHRAUN 20 13 33
5 Helgi Þór Guðjónsson KÍLHRAUN 17 12 29
6 Brynja Amble STORM RIDER 18 10 28
7 Jón Óskar Jóhannesson BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI 9 17 26
8 Jón William Bjarkason MEISTARI LOFTUR 6 15 21
9-10 Árný Oddbjörg Oddsdóttir ÁRBÆJARHJÁLEIGA 19   19
9-10 Þórarinn Ragnarsson STORM RIDER   19 19

 

LIÐAKEPPNI

 

  4G 5G SAMTALS
1 KÍLHRAUN 58 39 97
2 ÁRBÆJARHJÁLEIGA 46 43 89
3 STORM RIDER 35,5 45 80,5
4 FRIÐHEIMAR/SKJÓL 39 36,5 75,5
5 BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI 19,5 25 44,5
6 MEISTARI LOFTUR 12,5 27 39,5
7 BALDVIN OG ÞORVALDUR 19,5 15,5 35

 

 

Framkvæmdanefnd þakkar keppendum, dómurum og öðrum er að mótinu komu fyrir frábæra frammistöðu og vel unnin störf. Aðalstyrktaraðili deildarinnar eru FLÚÐASVEPPIR og við þökkum þeim kærlega stuðninginn.

Áhorfendum þökkum við fyrir komuna og minnum um leið á næsta mót sem verður föstudagskvöldið 13 MARS þegar keppt verður í tölti og skeiði.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar