Gandi mældist 157 cm. á herðar

  • 31. maí 2022
  • Fréttir

Gandi frá Rauðalæk hlaut 8,84 fyrir sköpulag

Kynbótasýningin á Hellu 30. maí - 4. júní

Í gær hófst kynbótasýning á Hellu og stendur hún yfir þangað til á laugardag, 4. júní, en þá er yfirlit. 175 hross eru skráð á sýninguna og þegar þetta er ritað hafa 44 hross hlotið fullnaðardóm, þar af 23 fyrstu verðlaun.

Dómarar á sýningunni eru þau Elsa Albertsdóttir, Elisabeth Jansen og Gísli Guðjónsson.

Efstur, eins og er, er Gandi frá Rauðalæk en Gandi komst í fréttirnar í fyrra þegar hann setti heimsmest í hæð á herðar en þá mældist hann 156 cm. á herðar. Samkvæmt sýnenda Ganda, Guðmundi Björgvinssyni, mældist Gandi hærri í gær eða 157 cm og hefur því bætt eigið heimsmet. Ekki var hægt að skrá hæðina í WorldFeng en það mætti segja að Gandi hafi „sprengt“ skalann. Gandi er þó ekki einungis hár á herðar heldur einnig afar vel skapaður með 8,84 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend og hófa. Gandi hlaut 8,49 fyrir hæfileika sem gerir 8,62 í aðaleinkunn. Gandi er undan Konsert frá Hofi og Garúnu frá Árbæ.

Efstu hryssurnar á sýningunni, þegar þetta er ritað, eru þær Þyrnirós frá Ragnheiðarstöðum og Hildur frá Fákshólum en báðar hafa þær hlotið 8,45 í aðaleinkunn. Þyrnirós er 7 vetra en hún hlaut fyrir sköpulag 8,81 og fyrir hæfileika 8,25. Þyrnirós var sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni og er hún undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Þrumu frá Hólshúsum.

Hildur hlaut fyrir sköpulag 8,67, fyrir hæfileika 8,32 sem gerir í aðaleinkunn 8,45. Hildur er 5 vetra undan Ölni frá Akranesi og Gnýpu frá Leirulæk. Hildur var sýnd af Helgu Unu Björnsdóttur.

 

Hross á þessu móti S H Ae. Sýnandi
IS2015181912 Gandi frá Rauðalæk 8.84 8.49 8.62 Guðmundur Friðrik Björgvinsson
IS2017281420 Hildur frá Fákshólum 8.67 8.32 8.45 Helga Una Björnsdóttir
IS2015282570 Þyrnirós frá Ragnheiðarstöðum 8.81 8.25 8.45 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2014201001 Kná frá Korpu 8.53 8.35 8.41 Árni Björn Pálsson
IS2016184553 Sóli frá Þúfu í Landeyjum 8.55 8.29 8.38 Guðmundur Friðrik Björgvinsson
IS2017281424 Hrönn frá Fákshólum 8.37 8.37 8.37 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2016156955 Stæll frá Skagaströnd 8.13 8.38 8.29 Teitur Árnason
IS2016158976 Frami frá Hjarðarholti 8.24 8.29 8.27 Þorgeir Ólafsson
IS2017138944 Dreyri frá Blönduhlíð 8.13 8.35 8.27 Hlynur Guðmundsson
IS2016286166 Aría frá Vindási 8.04 8.35 8.24 Hans Þór Hilmarsson
IS2017281422 Hrefna frá Fákshólum 8.28 8.22 8.24 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2017156275 Hugur frá Hólabaki 8.43 8.11 8.22 Steingrímur Sigurðsson
IS2017281419 Hryðja frá Fákshólum 8.42 8.08 8.2 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2018182122 Steinn frá Stíghúsi 8.31 8.04 8.14 Þorgeir Ólafsson
IS2018184995 Aspar frá Hjarðartúni 8.18 8.11 8.13 Þorgeir Ólafsson
IS2018135715 Hrafn frá Oddsstöðum I 8.56 7.9 8.13 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2013156955 Skjár frá Skagaströnd 8.48 7.89 8.1 Teitur Árnason
IS2018286901 Villimey frá Feti 8.39 7.94 8.1 Ólafur Andri Guðmundsson
IS2016188447 Kalmann frá Kjóastöðum 3 8.25 7.99 8.08 Þorgeir Ólafsson
IS2017186006 Lér frá Stóra-Hofi 8.39 7.86 8.05 Guðmundur Friðrik Björgvinsson
IS2018181385 Grettir frá Ásbrú 7.94 8.1 8.04 Þorgeir Ólafsson
IS2016177157 Þórmundur frá Lækjarbrekku 2 8.19 7.93 8.02 Hlynur Guðmundsson
IS2016287945 Silfra frá Húsatóftum 2a 8.19 7.92 8.01 Árni Björn Pálsson
IS2016284872 Svala frá Hjarðartúni 8.1 7.92 7.99 Hans Þór Hilmarsson
IS2015281453 Hrund frá Litlalandi Ásahreppi 7.68 8.13 7.97 Þorgeir Ólafsson
IS2016201702 Gjöf frá Miðakri 8.26 7.78 7.95 Helga Una Björnsdóttir
IS2013281450 Morgunsól frá Litlalandi Ásahreppi 7.87 7.94 7.92 Þorgeir Ólafsson
IS2017180376 Tindur frá Koltursey 8.34 7.68 7.91 Teitur Árnason
IS2017188449 Vigur frá Kjóastöðum 3 8.15 7.78 7.91 Þorgeir Ólafsson
IS2017287108 Nóra frá Stuðlum 8.24 7.73 7.91 Árni Björn Pálsson
IS2015235155 Straumey frá Akranesi 7.94 7.87 7.9 Jakob Svavar Sigurðsson
IS2015286751 Trítla frá Árbæjarhjáleigu II 8.06 7.78 7.88 Árni Björn Pálsson
IS2015286466 Veisla frá Sandhólaferju 7.71 7.97 7.88 Árni Björn Pálsson
IS2016201621 Elding frá Hrímnisholti 8.02 7.77 7.86 Benjamín Sandur Ingólfsson
IS2018201286 Hrönn frá Hrafnsvík 8.07 7.72 7.84 Ólafur Andri Guðmundsson
IS2018281452 Saga frá Litlalandi Ásahreppi 8.12 7.54 7.74 Þorgeir Ólafsson
IS2016286912 Valka frá Feti 8.23 7.47 7.74 Hlynur Guðmundsson
IS2016287371 Tíbrá frá Brúnastöðum 2 7.89 7.6 7.7 Árni Björn Pálsson
IS2018125010 Sólon frá Ljósalandi í Kjós 8.36 7.32 7.69 Hlynur Guðmundsson
IS2017187106 Hreimur frá Stuðlum 8.09 7.43 7.66 Hlynur Guðmundsson
IS2016182712 Ýmir frá Selfossi 8.14 7.32 7.61 Árni Björn Pálsson
IS2016256291 Erla frá Steinnesi 7.72 7.52 7.59 Hans Þór Hilmarsson
IS2016286756 Skvísa frá Árbæjarhjáleigu II 7.74 7.52 7.59 Árni Björn Pálsson
IS2018125485 Valíant frá Reykjavík 7.93 6.82 7.21 Hlynur Pálsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar