Glæsileg ný hesthúsbygging og reiðhöll að Brekku
Á bænum Brekku í Biskupstungum búa hjónin Jóhannes Helgason og Helga María Jónsdóttir ásamt börnum sínum. Síðastliðið sumar var tekin skóflustunga að glæsilegri aðstöðu á bænum en um er að ræða hesthús og sambyggða reiðhöll.
Við hittum fyrir elsta soninn á bænum, Jón Óskar, sem er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum en hann eyðir tíma sínum nú að mestu í vinnu við þessa glæsilegu aðstöðu.
Viðtal við Jón má sjá í spilaranum hér að ofan.