Glæsilegir vinningar í happdrættinu

  • 6. maí 2023
  • Fréttir

Happdrætti Allra sterkustu er með allra glæsilegasta móti og til mikils að vinna. Sala happdrættismiða er í fullum gangi hér á heimasíðunni en auk þess verður hægt að tryggja sér miða á meðan á sýningunni stendur. Dregið verður úr seldum miðum og niðurstöðurnar birtar á sama tíma og dregið verður í stóðhestaveltunni. Miðar sem eru keyptir í vefverslun verða sendir til kaupenda.

Allur ágóði af sölu happdrættismiðana rennur til landsliðsins í hestaíþróttum.

LH þakkar styrktaraðilum happdrættis kærlega fyrir stuðninginn.

Vinningarnir eru:

Top Reiter Titan hnakkur sem Top Reiter og Lífland gefa.

Inneign hjá Verdi ferðum að upphæð 200.000kr.

Þráðlaus myndavél í hestakerrur frá Leikni

Comfort aðgangur fyrir tvo í Bláa lónið

3 gjafabréf að verðmæti 50000 kr hvert frá BM vallá

MJ art – 2 gjafabréf að verðmæti 50000 kr hvort.

2 gjafabréf frá Gígju Einarsdóttur ljósmyndara.

2. gjafabréf frá Hulda.Art – gjafabréf uppá

Hrímnir gefur beilsi að verðmæti 50.000kr

Ó.Johnsson & Kaaber gefur járningasett

2 gjafabréf frá Hreinn Taktur, Járning með skeifum og meðhöndlun ásamt þjálfunarplani hjá Dýrasjúkraþjálfun Söndrun

HorseDay, þrjár áskriftir í þrjá mánuði.

Reiðtími hjá Jóhönnu Margréti Snorradóttur

Reiðtími hjá Teit Árnasyni

Reiðtími hjá Eyrúnu Ýr Pálsdóttir

Reiðtími hjá Ragnhildi Haraldsdóttur

Reiðtími hjá Ásmundi Ernir Snorrasyni

Reiðtími hjá Elvar Þormarssyni

Reiðtími hjá Viðari Ingólfssyni

Reiðtími hjá Guðmundi Björgvinssyni

1 gjafabréf fyrir járningu frá Ella á Skíðabakka

1 gjafabréf fyrir gistingu hjá Rangá

*Athugið að happdrættið er ekki það sama og stóðhestaveltan. Dregið verður úr stóðhestaveltunni sama dag og miðar sendir til kaupenda*

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar