Gljátoppur hlaut 9,10 á síðustu sýningu ársins í Svíþjóð

Gljátoppur og Þórður. Ljósmynd: Malu Logan Hegardt
Síðustu kynbótasýningu ársins í Svíþjóð lauk í gær með yfirliti en sýningin fór fram á Axevalla. Dómarar voru þau Víkingur Gunnarsson, Elsa Mandal Hreggviðsdóttir og Tom Buitjelaar. Alls voru það 49 hross sem mættu til dóms og þar af 36 til fullnaðardóms af þeim hlutu 6 hross einkunnina 8,00 eða hærra og 1.verðlaun.
Gljátoppur frá Miðhrauni hlaut í aðaleinkunn 8,83 og er því hæst dæmdi stóðhestur ársins 2025 í flokki sjö vetra og eldri. Sýnandi hans var Þórður Þorgeirsson og hlaut Gljátoppur m.a. 10,0 fyrir samstarfsvilja og 9,10 í hæfileikaeinkunn.