Svíþjóð Gljátoppur í hörkudóm í Svíþjóð

  • 30. ágúst 2025
  • Fréttir

Þórður Þorgeirsson, Gljátoppur og Máni Hilmarsson að loknum dómnum í da

Kynbótasýning fer nú fram í Axevalla í Svíþjóð en forsýningar hafa farið fram í dag og í gær og lýkur sýningunni með yfirlitssýningu á morgun. Góð skráning var á sýninguna og fjöldi góðra knapa og hrossa.

Gljátoppur frá Miðhrauni hlaut nú rétt í þessu háan dóm og að þessu sinni sýndur af Þórði Þorgeirssyni sem hleypur í skarðið fyrir þjálfara hestsins, Mána Hilmarsson, sem mátti ekki sýna hestinn sökum banns sem hann hlaut að loknu sænska meistaramótinu.  Gljátoppur er tíu vetra gamall undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og Stöku frá Stuðlum hann er leirljós að lit ræktaður af Ólafi Ólafssyni en eigendur hans eru Máni Hilmarsson og VM Islandshästar AB.

Hlaut hann m.a. einkunnina 9,5 fyrir tölt og samstarfsvilja og 9,0 fyrir brokk, fegurð í reið, fet og hægt tölt. Fyrir hæfileika 8,97, fyrir sköpulag 8,31 og í aðaleinkunn 8,74.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar