Glúmur frá Dallandi hlýtur 1.verðlaun fyrir afkvæmi

  • 16. október 2024
  • Fréttir

Glúmur og Sigurður V. Matthíasson á LM2022 Ljósmynd: KollaGr

Fagráðsstefna í hrossarækt

Á fagráðsstefnu í hrossarækt, sem fram fór síðastliðinn laugardag, hlaut Glúmur frá Dallandi 1.verðlaun fyrir afkvæmi.

Hlýtur hann þessa viðurkenningu nú eftir að nýtt kynbótamat birtist í haust. Hann á 17 afkvæmi með fullnaðardóm og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Ræktendur hans eru Gunnar og Þórdís í Dallandi.

Glúmur er undan Glym frá Flekkudal og Orku frá Dallandi. Hann hlaut í hæsta dómi 8,67 fyrir sköpulag, 8,90 fyrir hæfileika í aðaleinkunn 8,81. Hann stóð efstur í 7.vetra og eldri flokki stóðhesta á Landsmót árið 2018, þá sýndur af Halldóri Guðjónssyni, og var í A-úrslitum á Landsmóti árið 2022 þá setinn af Sigurði V. Matthíassyni.

Hæst dæmda afkvæmi hans er Hetja frá Hestkletti sem var á meðal þátttakenda í 6.vetra flokki hryssa á Landsmótinu í sumar. Hefur hún m.a. hlotið 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Gunnar Dungal tekur við verðlaunum fyrir Glúm frá Dallandi hjá honum stendur Nanna Jónsdóttir

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar