Góð þátttaka og árangur á íþróttamóti Mána

  • 3. maí 2021
  • Fréttir

Signý Sól náði frábærum árangri á heimavelli. Mynd: Aðsend

Opið íþróttamót Mána fór fram um helgina. Þátttaka í mótinu var góð en alls voru skráningar um 170 talsins. Keppt var í hefðbundnum greinum íþróttakeppninnar ýmist með einn knapa inn á í einu eða fleiri.

Í tölti (T1) Meistaraflokki var það Erlendur Ari Óskarsson á Byr frá Grafarkoti sem bar sigur úr býtum með glæsilega einkunn í 7,27 í forkeppni og 7,67 í úrslitum. Fjórgang meistara vann Ástríður Magnúsdóttir á Þin frá Enni með 6,73 í einkunn í úrslitum.

Í ungmennaflokki var góð þátttaka og þar átti Ylfa Guðrún Svafarsdóttir góðu gengi að fagna. Hún stóð efst í fimmgangi á Lúcindu frá Hástæi með 6,71 í einkunn í úrslitum. Fjórganginn vann hún á Glanna frá Hofi með einkunnina 6,63 í úrslitun.

Styrkur frá Stokkhólma fór mikinn með Önnu Kristínu Kristinsdóttur í hnakkanum og unnu þau m.a. tölt 1. Flokk með 6.94 og urðu önnur í V2 1. Flokk með 6.46 í einkunn.

Þá er ekki hægt annað en að minnast á Signý Sól Snorradóttur sem vann þrefalt í unglingaflokki. Í úrslitum í tölti (T3) sýndi hún Þokkadís frá Strandarhöfði og hlaut í einkunn 7,67, í fjórgangi (V2) sýndi hún Kolbein frá Horni 1 og hlaut í einkunn 7,03 og í fimmgangi Magna frá Þingholti og hlaut þá í einkunn 6,33.

 

Heildarúrslit mótsins er að finna á LH Kappa

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar