Grímar og Svarti-Skuggi hlutu 10,0 fyrir fet

  • 6. nóvember 2024
  • Fréttir

Grímar frá Þúfum og Mette Mannseth Ljósmynd: KollaGr

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er eiginleikinn fet.

Fetið er sýnt á 100 metra kaflanum fyrir miðju brautar. Gerðar eru minni kröfur um stöðuguleika sýningarinnar hjá ungum hrossum.

Tveir stóðhestar hlutu einkunnina 10,0 fyrir fet í ár það voru þeir Grímar frá Þúfum og Svarti-Skuggi frá Pulu. Auk þess hlutu fjórir hestar úrvalseinkunnina 9,5. Grímar er undan Sóloni frá Þúfum og Grýlu frá Þúfum og Svarti-Skuggi er undan Veg frá Kagaðarhóli og Sóldísi frá Pulu.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Dagur Ketilsstöðum Aðall frá Nýjabæ Djörfung frá Ketilsstöðum
Grímar Þúfum Sólon frá Þúfum Grýla frá Þúfum
Liðsauki Áskoti Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Dulúð frá Áskoti
Loftur Kálfsstöðum Apollo frá Haukholtum Gloría frá Kálfsstöðum
Svarti-Skuggi Pulu Vegur frá Kagaðarhóli Sóldís frá Pulu
Vetur Hellubæ Frami frá Ketilsstöðum Vaka frá Hellubæ

 

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

9,5-10 fyrir fótagerð

9,5-10 fyrir hófa

10,0 fyrir prúðleika

9,5-10 fyrir tölt

9,5-10 fyrir brokk

9,5-10 fyrir skeið

9,5-10 fyrir stökk

9,5-10 fyrir samstarfsvilja

9,5-10 fyrir fegurð í reið

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar