Gunnhildur og lið Stjörnublikks stigahæst

  • 1. apríl 2023
  • Fréttir

Myndir: GJM

Uppskeruhátíð Áhugamannadeildarinnar

Lokamót Áhugamannadeildarinnar var í dag en keppt var í gæðingaskeiði. Eins og venja er í deildinni er haldin uppskeruhátíð að loknu tímabilinu og veit ýmis verðlaun. Á kvöldinu er einnig tilkynnt hvaða lið og hvaða knapi varð stigahæst eftir tímabilið.

Leikar fóru þannig að Gunnhildur Sveinbjarnardóttir varð stigahæst en á eftir henni varð annar Hermann Arason og þriðja Katrín Sigurðardóttir. Gunnhildi gekk vel í deildinni í vetur en hún vann fjórganginn og töltið.

Katrín, Hermann og Gunnhildur

Stigahæsta lið deildarinnar var lið Stjörnublikks en liðsmenn voru Elín Hrönn Sigurðardóttir, Katrín Ó. Sigurðardóttir, Sanne Van Hezel, Sigurður Halldórsson og Þorvarður Friðbjörnsson. Þjálfari liðsins var Davíð Jónsson

Lið Stjörnublikks

Hörður Óli Sæmundsson var valinn þjálfari deildarinnar en hann var þjálfari liðs Íslenskra verðbréfa

Hörður Óli

Garðar Hólm var valinn vinsælasti knapinn og hryssa hans Kná frá Korpu var valin gæðingur deildarinnar en þessi ár eru veitt í fyrsta sinn. Kná keppti í öllum greinum deildarinnar og var í úrslitum í fjórgangi, fimmgangi og slaktaumatölti. Kná er undan Spuna frá Vesturkoti og Snædísi frá Selfossi en hún er í eigu Garðars.

Vinsælasta lið deildarinnar var valið lið Vagna og þjónustu en liðsmenn í liðinu eru þau Brynja Viðarsdóttir, Auður Stefánsdóttir, Hermann Arason, Vilborg Smáradóttir og Kristín Margét Ingólfsdóttir. Þjálfari liðsins er Kári Steinsson

Lið Vagna og þjónustu – ekki allir tilbúnir í myndatökuna

Fréttin verður uppfærð með nánari niðurstöður þegar þær hafa borist frá deildinni

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar