Hermann vann gæðingaskeiðið

  • 1. apríl 2023
  • Fréttir

Mynd: Auður Stefánsdóttir

Niðurstöður frá gæðingaskeiðinu í Áhugamannadeild Spretts

Þá er keppni í gæðingaskeiðið lokið í Áhugamannadeildinni en þetta var jafnframt síðasta greinin í deildinni. Hermann Arason hafði sigur úr bítum á Þotu frá Vindási með 6,83 í einkunn. Þetta er önnur greinin sem Hermann vinnur en hann sigraði líka slaktaumatöltið. Þetta hleypir smá spennu í einstaklingskeppnina en fyrir mótið var Gunnhildur efst og endaði hún í fimmta sæti á Hörpurós frá Helgatúni. Hver sigraði deildina kemur í ljós í kvöld á uppskeruhátíð deildarinnar

Önnur varð Sanne Van Hezel á Völundi frá Skálakoti með 6,54 í einkunn og þriðji var Konráð Axel Gylfason á Frekju frá Dýrfinnustöðum.

Stigahæsta lið dagsins var lið Stjörnublikks með 84 stig.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöðurnar úr gæðingaskeiðinu:

Gæðingaskeið PP1
Fullorðinsflokkur – 1. flokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Hermann Arason Þota frá Vindási 6,83
2 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti 6,54
3 Konráð Axel Gylfason Frekja frá Dýrfinnustöðum 6,25
4 Jóhann Albertsson Áfangi frá Víðidalstungu II 5,88
5 Gunnhildur Sveinbjarnardó Hörpurós frá Helgatúni 5,75
6 Darri Gunnarsson Ísing frá Harðbakka 5,58
7 Bjarni Sigurðsson Týr frá Miklagarði 5,25
8 Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa 5,08
9 Jóhann Ólafsson Friðsemd frá Kópavogi 4,92
10 Elín Hrönn Sigurðardóttir Snilld frá Skeiðvöllum 4,92
11 Guðmundur Ásgeir Björnsson Gnýr frá Gunnarsholti 4,92
12 Halldór P. Sigurðsson Slæða frá Stóru-Borg syðri 4,79
13 Ámundi Sigurðsson Seifur frá Miklagarði 4,67
14 Eyrún Jónasdóttir Örn frá Kálfholti 4,58
15 Sigurður Halldórsson Gustur frá Efri-Þverá 4,42
16 Bragi Birgisson Kolmuni frá Efri-Gegnishólum 4,33
17 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 4,17
18 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Fáfnir frá Syðri-Úlfsstöðum 4,13
19 Erna Jökulsdóttir Viktor frá Skúfslæk 3,83
20 Gunnar Eyjólfsson Flosi frá Melabergi 3,83
21 Sigurbjörn Viktorsson Sinfónía frá Heimahaga 3,67
22 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 3,42
23 Sævar Örn Eggertsson Alda frá Borgarnesi 3,33
24 Hrefna Hallgrímsdóttir Leiknir frá Litla-Garði 3,29
25 Kolbrún Grétarsdóttir Hátíð frá Hellnafelli 3,25
26 Sólveig Þórarinsdóttir Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 3,13
27 Patricia Ladina Hobi Jökull frá Hofsstöðum 3,13
28 Pálmi Geir Ríkharðsson Káinn frá Syðri-Völlum 3,08
29 Ólafur Flosason Orka frá Breiðabólsstað 3,04
30 Helga Rósa Pálsdóttir Spuni frá Miklagarði 2,58
31 Katrín Sigurðardóttir Haukur frá Skeiðvöllum 2,54
32 Rósa Valdimarsdóttir Lás frá Jarðbrú 1 2,50
33 Valdimar Ómarsson Arna frá Mýrarkoti 1,88
34 Þórdís Sigurðardóttir Hlíf frá Strandarhjáleigu 1,71
35 Eyþór Jón Gíslason Brennir frá Votmúla 1 1,50
36 Erlendur Guðbjörnsson Lukka frá Káragerði 1,25
37 Sigurður Jóhann Tyrfingsson Spunadís frá Garðabæ 1,08
38 Sylvía Sól Magnúsdóttir Freisting frá Grindavík 0,79
39 Högni Sturluson Glóðar frá Lokinhömrum 1 0,75
40 Hrafnhildur B. Arngrímsdó Loki frá Laugavöllum 0,33
41-42 Ólöf Guðmundsdóttir Birta frá Hestasýn 0,00
41-42 Ólafur Friðrik Gunnarsson Dáð frá Kirkjubæ 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar