Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Gústaf og Sjóður fljótastir í dag

  • 30. mars 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr 150 m. skeiðinu í Meistaradeildinni

Þá er skeiðmóti Meistaradeildarinnar lokið en fyrst var keppt í gæðingaskeiði og var það þeir Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk efstir í þeirri grein.

Í 150m. skeiðinu var það Gústaf Ásgeir Hinriksson og Sjóður frá Þóreyjarnúpi fljótastir með frábærann tíma eða 14,18 sek. Það náðust mjög góðir tímar í 150 m. skeiðinu í dag. Annar varð Jóhann Kristinn Ragnarsson og Þórvör frá Lækjarbotnum en þau urðu einnig í öðru sæti í gæðingaskeiðinu. Góður dagur hjá þeim. Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I voru síðan með þriðja besta tímann, 14,56 sek.

Lið Top Reiter var stigahæst í 150 m. skeiðinu en þetta var öflugur dagur hjá liðinu. Liðaplattinn í báðum greinum og komust úr fimmta sæti í það þriðja með 215,5 stig. Lið Ganghesta/Margrétarhofs er enn efst með 239 stig. Rétt á eftir er lið Hestvit/Árbakka með 234,5 stig

Gústaf Ásgeir náði að fara upp í fjórða sætið í einstaklingskeppninni með 22,75 stig. Glódís Rún leiðir enn með 34,5 stig. Jöfn í öðru og þriðja sæti eru Jakob Svavar Sigurðsson og Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir með 30 stig. Fimmti er orðinn Árni Björn Pálsson og sjötti Jóhann Kristinn Ragnarsson.

Tvær greinar eru þó eftir en á lokamótinu verður keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina.

Niðurstöður úr 150 m. skeiðinu

Sæti Knapi Hross Tími Lið
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 14,18 Hestvit/Árbakki
2 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 14,40 Austurkot/Pula
3 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 14,56 Top Reiter
4 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,62 Hjarðartún
5 Guðmundur Björgvinsson Ögrunn frá Leirulæk 14,67 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
6 Þorgeir Ólafsson Rangá frá Torfunesi 14,68 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
7 Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 2 14,74 Ganghestar/Margrétarhof
8 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 14,84 Hrímnir/Hest.is
9 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 14,89 Top Reiter
10 Hanna Rún Ingibergsdóttir Flótti frá Meiri-Tungu 1 15,07 Austurkot/Pula
11 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 15,16 Top Reiter
12 Fredrica Fagerlund Snær frá Keldudal 15,23 Hestvit/Árbakki
13 Ásmundur Ernir Snorrason Númi frá Árbæjarhjáleigu II 15,25 Hrímnir/Hest.is
14 Sigurður Vignir Matthíasson Magnea frá Staðartungu 15,30 Ganghestar/Margrétarhof
15 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 15,32 Austurkot/Pula
16 Glódís Rún Sigurðardóttir Vinátta frá Árgerði 15,34 Hestvit/Árbakki
17 Elvar Þormarsson Buska frá Sauðárkróki 15,55 Hjarðartún
18 Jakob Svavar Sigurðsson Salka frá Fákshólum 15,59 Hjarðartún
19 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Glitra frá Sveinsstöðum 15,60 Ganghestar/Margrétarhof
20 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 16,64 Þjóðólfshagi/Sumarliðabær
21 Flosi Ólafsson Orka frá Breiðabólsstað 0,00 Hrímnir/Hest.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar