Háættaðar þriggja vetra hryssur!

  • 30. október 2023
  • Fréttir

Þóra frá Prestsbæ var frábær gæðingur, hún á nú þegar 6 dæmd afkvæmi en meðaleinkunn þeirra er 8,44.

Grúskað í kynbótamatinu

Nýr kynbótamatsútreikningur birtist í Worldfeng nú um miðjan október. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma (fullnaðardóma) sem lágu til grundvallar útreikningnum að þessu sinnu var 36.160. Fyrir forvitna hestaspekúlanta er gaman að skoða nýja kynbótamatsútreikninga og spá í spilin.

Hér fyrir neðan er listi yfir 10 hæst metnu þriggja vetra hryssurnar í heiminum en allar eru þær fæddar og staðsettar á Íslandi. Ef til vill fáum við að sjá einhverjar þeirra, ef ekki allar, á Landsmóti á næsta ári.

Efst af þeim er Ástþóra frá Prestsbæ en sú er undan Kveik frá Stangarlæk og Þóru frá Prestsbæ en eigendur og ræktendur eru Inga & Ingar Jensen. Á listanum hér fyrir neðan má sjá hvaða hryssur það eru sem standa efstar.

 

Nafn Faðir Móðir Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn Öryggi
Ástþóra frá Prestsbæ Kveikur frá Stangarlæk Þóra frá Prestsbæ 128 128 133 64%
Dáð frá Hestkletti Skýr frá Skálakoti Þökk frá Prestsbæ 128 127 132 64%
Þrá frá Hæli Þráinn frá Flagbjarnarholti Örk frá Lynghóli 122 128 132 62%
Dama frá Hjarðartúni Skýr frá Skálakoti Dögg frá Breiðholti, Gbr 130 125 131 68%
Krás frá Feti Þráinn frá Flagbjarnarholti Katla frá Feti 124 127 131 63%
Nn frá Breiðholti í Flóa Kveikur frá Stangarlæk Krafla frá Breiðholti í Flóa 122 126 130 63%
Gunnvör frá Breiðholti í Flóa Skýr frá Skálakoti Kolka frá Breiðholti í Flóa 124 126 130 65%
Hugsýn frá Ketilsstöðum Álfaklettur frá Ketilsstöðum Hugrökk frá Ketilsstöðum 116 128 130 65%
Vá frá Litlu-Brekku Adrían frá Garðshorni á Þelamörk Evíta frá Litlu-Brekku 119 126 130 61%
Sókn frá Stuðlum Skýr frá Skálakoti Staka frá Stuðlum 125 125 130 66%

 

Gott er að hafa í huga þegar kynbótamatið er skoðað að þetta er spá um kynbótagildi hrossa og því þarft að hafa öryggið til hliðsjónar því eftir því sem öryggið er meira því hærra verður forspárgildi kynbótamatsins.

 

Nánar má lesa um kynbótamat og erfðaframför í íslenska hrossastofninum með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar