Hægt stökk – Ein tía og sex níufimmur

  • 16. september 2020
  • Fréttir

Fengur frá Auðsholtshjáleigu hlaut 9,5 fyrir hægt stökk hér er hann ásamt Þórdísi Erlu á Ræktunardegi Eiðfaxa Mynd: Gunnar Freyr

Nú þegar kynbótasýningum er lokið hér heima og einungis ein sýning er eftir í Evrópu er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er hægt stökk.

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Alls hlutu 6 hross einkunnina 9,5 fyrir hægt stökk í ár og einn hlaut 10,0.

Hægt stökk

Hægt stökk skal sýnt á 100 metra kafla fyrir miðju brautar. Hraði á hægu stökki er um 7 m/sek. Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða hærra) þarf hesturinn að geta lyft sér upp í jafnvægisgott hægt stökk af feti eða milliferðar tölti/brokki. Sýning á bæði hægra og vinstra stökki sem og að hesturinn haldi jafnvægi og burði þegar slakað er á taum eru verkefni sem vegið geta til hækkunar á einkunn séu þau vel framkvæmd af hestinum.

9,5 – 10

Þrítakta, skrefmikið stökk með góðu svifi, gegnumflæði og miklu fjaðurmagni í hreyfingum. Hesturinn hreyfir sig í jafnvægi með léttum, mjúkum hreyfingum og spyrnir sér vel upp og fram – áreynslulaust en tilkomumikið. Hesturinn hefur hvelfda yfirlínu og mikinn burð; kreppir lend og ber þyngd með afturfótum þannig að hreyfingar framhluta eru háar og léttar.

 

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 – 10 fyrir hægt stökk í ár.

 

Nafn Uppruni Einkunn
Fenrir Feti 10,0
Eldey Þjórsárbakka 9,5
Fengur Auðsholtshjáleigu 9,5
Hrönn Ragnheiðarstöðum 9,5
Askja Garðabæ 9,5
Svarta Perla Álfhólum 9,5
Hannibal Þúfum 9,5

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<