Hæst dæmda klárhryssa í heimi

  • 18. júní 2022
  • Fréttir

Lýdía frá Eystri-Hól hlaut 10 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Einnig hlaut hún 9,5 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi, sýnandi Árni Björn Pálsson. Myndir: Nicki Pfau

Hlaut 10,0 fyrir samstarfsvilja

Yfirlit fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði í dag. Lýdía frá Eystri-Hól hækkaði þar í 10 fyrir samstarfsvilja sem hækkaði aðaleinkunn hennar úr 8,63 í 8,67 sem gerir hana að hæst dæmdu klárhryssu í heimi. Það var Katla frá Ketilsstöðum sem var með þann titil en hún er með 8,65 í aðaleinkunn.

Lýdía er undan Lexusi frá Vatnsleysu og Oktavíu frá Feti en Oktavía er undan Burkna frá Feti og Ófelíu frá Gerðum. Lýdía er sjö vetra og hlaut fyrir sköpulag 8,81 og fyrir hæfileika 8,59. Hæfileikar án skeiðs eru 9,25 og aðaleinknn án skeiðs er 9,09. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hryssuna en ræktandi er hestar ehf. og eigandi er Anja Egger-Meier og Kronshof GbR.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá dóm Lýdíu:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar