Kynbótasýningar Hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnirnar

  • 22. nóvember 2022
  • Fréttir

Fróði frá Flugumýri og Viðar frá Skör Myndir: Nicki Pfau

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt

Ýmsar verðlaunaveitingar fóru fram á ráðstefnu Fagráðs í hrossarækt sem fór fram í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti í Kópavogi síðast liðinn sunnudag.

Veittar voru viðurkenningar til þeirra hrossa sem hlutu hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn og hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn án skeiðs.

Viðar frá Skör hlaut hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina og Fróði frá Flugumýri hlaut hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunnina án skeiðs.

Eiðfaxi óskar eigendum og aðstandendum Viðars og Fróða til hamingju með árangurinn.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar