Hæstu einkunnir ársins í fimmgangi

  • 24. september 2020
  • Fréttir

Snorri Dal á hæstu einkunn ársins í fimmgangi á Engli frá Ytri-Bægisá I mynd: Aðsend

Nú þegar keppnistímabilinu hér á landi er lokið er ráð að taka saman 10 hæstu einkunnir ársins í hverri keppnisgrein og aldursflokki og er þá miðað við einkunn í forkeppni og eingöngu lögleg mót. Það er hæsta einkunn hjá hverju pari sem gildir.

Við hefjum yfirferðina á því að skoða hæstu einkunnir ársins í fimmgangi.

Í Fimmgangi F1 opnum flokki er það Snorri Dal á Engli frá Ytra-Bægisá I sem hlaut hæstu einkunn ársins 7,57 á opnu íþróttamóti Borgfirðings. Í sömu grein í ungmennaflokki er það Guðmar Freyr Magnússon og Snillingur frá Íbishóli sem hlutu hæsta einkunn 6,90 á Hólamóti UMSS og Skagfirðings.

Í Fimmgangi F2 opnum flokki á hæstu einkunn ársins Sigurður Sigurðarson á Skugga-Sveini frá Þjóðólfshaga en hann hlaut 7,07 í einkunn á íþróttamóti Geysis. Í Ungmennaflokki er það Glódís Rún Sigurðardóttir og Ljósvíkingur frá Steinnesi sem hlaut hæstu einkunn ársins 6,47 á opnu síðsumarsmóti Spretts. Í unglingaflokki er það Þórgunnur Þórarinsdóttir sem hlaut hæstu einkunn ársins á Takti frá Varmalæk en einkunn hennar var 6,60 á Hólamóti UMSS og Skagfirðings.

 

Fimmgangur F1 – Opinn flokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Snorri Dal Engill frá Ytri-Bægisá I 7,57 Opið íþróttamót Borgfirðings
2 Þórarinn Eymundsson Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,53 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
3 Teitur Árnason Atlas frá Hjallanesi 1 7,40 Reykjavíkurmeistaramót
4 Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi 7,33 Reykjavíkurmeistaramót
5 Árni Björn Pálsson Jökull frá Breiðholti í Flóa 7,33 Reykjavíkurmeistaramót
6 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,30 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
7 Sina Scholz Nói frá Saurbæ 7,23 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
8 Þórarinn Ragnarsson Ronja frá Vesturkoti 7,23 Íþróttamót Geysis
9 Sólon Morthens Katalína frá Hafnarfirði 7,17 Opið síðsumarsmót Spretts
10 Valdís Björk Guðmundsdóttir Fjóla frá Eskiholti II 7,17 Reykjavíkurmeistaramót

Fimmgangur F2 – Opinn flokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Sigurður Sigurðarson Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1 7,07 Íþróttamót Geysis
2 Jakob Svavar Sigurðsson Hafliði frá Bjarkarey 6,83 Reykjavíkurmeistaramót
3 Haukur Baldvinsson Sölvi frá Stuðlum 6,80 Reykjavíkurmeistaramót
4 Teitur Árnason Njörður frá Feti 6,77 Íþróttamót Geysis
5 Jessica Elisabeth Westlund Frjór frá Flekkudal 6,73 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
6 Auðunn Kristjánsson Snægrímur frá Grímarsstöðum 6,70 Opið íþróttamót Borgfirðings
7 Halldór Sigurkarlsson INökkvi frá Hrísakoti 6,70 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
8 Tómas Örn Snorrason KK frá Grenstanga 6,63 Reykjavíkurmeistaramót
9 Ásmundur Ernir Snorrason Smári frá Sauðanesi 6,63 Reykjavíkurmeistaramót
10 Vilborg Smáradóttir Sónata frá Efri-Þverá 6,60 Íþróttamót Geysis
11 Sigurbjörn Bárðarson Skutull frá Hafsteinsstöðum 6,60 Reykjavíkurmeistaramót
12 Jón William Bjarkason Vaka frá Ásbrú 6,60 Íþróttamót Spretts 2020

Fimmgangur F1 – Ungmennaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Guðmar Freyr Magnússon Snillingur frá Íbishóli 6,90 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
2 Hákon Dan Ólafsson Júlía frá Syðri-Reykjum 6,70 Reykjavíkurmeistaramót
3 Benjamín Sandur Ingólfsson Smyrill frá V-Stokkseyrarseli 6,67 Reykjavíkurmeistaramót
4 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík 6,37 Reykjavíkurmeistaramót
5 Hafþór Hreiðar Birgisson Von frá Meðalfelli 6,33 Reykjavíkurmeistaramót
6 Hafþór Hreiðar Birgisson Karitas frá Langholti 6,30 Reykjavíkurmeistaramót
7 Ásdís Brynja Jónsdóttir Konungur frá Hofi 6,13 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
8 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Óskar frá Draflastöðum 6,07 Reykjavíkurmeistaramót
9 Egill Már Þórsson Kjarnorka frá Hryggstekk 6,07 G. Hjálmars fimmgangur – Léttir
10 Bjarki Fannar Stefánsson Vissa frá Jarðbrú 6,00 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
11 Jóhanna Guðmundsdóttir Frægð frá Strandarhöfði 6,00 Reykjavíkurmeistaramót

Fimmgangur F2 – Ungmennaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Ljósvíkingur frá Steinnesi 6,47 Opið síðsumarsmót Spretts
2 Sigurður Steingrímsson Ýmir frá Skíðbakka I 6,43 Íþróttamót Sleipnis
3 Thelma Dögg Tómasdóttir Bósi frá Húsavík 6,40 Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla
4 Glódís Rún Sigurðardóttir Eldur frá Hrafnsholti 6,37 Íþróttamót Geysis
5 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir  Óskar frá Draflastöðum 6,27 Opið síðsumarsmót Spretts
6 Hafþór Hreiðar Birgisson  Von frá Meðalfelli 6,27 Opið síðsumarsmót Spretts
7 Arnar Máni Sigurjónsson  Blesa frá Húnsstöðum 6,27 Reykjavíkurmeistaramót
8 Embla Þórey Elvarsdóttir Tinni frá Laxdalshofi 6,17 Íþróttamót Sleipnis
9 Hafþór Hreiðar Birgisson  Náttúra frá Flugumýri 6,03 Reykjavíkurmeistaramót
10 Herdís Lilja Björnsdóttir Glaumur frá Bjarnastöðum 6,03 Opið íþróttamót Borgfirðings

 

Fimmgangur F2 – Unglingaflokkur

# Knapi Hross Einkunn Mót
1 Þórgunnur Þórarinsdóttir Taktur frá Varmalæk 6,60 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
2 Védís Huld Sigurðardóttir  Elva frá Miðsitju 6,43 Reykjavíkurmeistaramót
3 Védís Huld Sigurðardóttir Sigur frá Sunnuhvoli 6,40 Íþróttamót Geysis
4 Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III 6,40 Íslandsmót barna og unglinga
5 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal  Návist frá Lækjamóti 6,40 Hólamótið UMSS og Skagfirðings
6 Sigurður Steingrímsson Ýmir frá Skíðbakka I 6,33 Íþróttamót Geysis
7 Hrund Ásbjörnsdóttir  Sæmundur frá Vesturkoti 6,30 Reykjavíkurmeistaramót
8 Sigrún Högna Tómasdóttir  Sirkus frá Torfunesi 6,30 Íslandsmót barna og unglinga
9 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Björk frá Barkarstöðum 6,27 Reykjavíkurmeistaramót
10 Jón Ársæll Bergmann  Vonar frá Eystra-Fróðholti 6,20 Reykjavíkurmeistaramót

Birt með fyrirvara um að öll mót ársins hafi borist.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar