Hætt að verðlauna kynbótaknapa ársins
Tekin hefur verið ákvörðun um að verðlauna ekki lengur kynbótaknapa ársins. Skiptar skoðanir hafa verið um verðlaunin og hefur Fagráð nú tekið þá ákvörðun um að hætta að afhenda þessi verðlaun. Verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti árið 2001 en það var Þórður Þorgeirsson sem hlaut þau.
Í fyrsta sinn í fyrra voru veitt hvatningarverðlaun fyrir frábæran árangur efnilegs knapa og samkvæmt heimildum Eiðfaxa mun halda áfram að veita þau verðlaun þegar við á.
Árni Björn Pálsson var valinn kynbótaknapi ársins í fyrra og var það í sjötta sinn sem hann hlaut þann titil. Þórður Þorgeirsson er sá sem hefur hlotið titilinn hvað oftast eða átta sinnum talsins.
Kynbótaknapar ársins frá upphafi
2023 Árni Björn Pálsson
2022 Helga Una Björnsdóttir
2021 Árni Björn Pálson
2020 Árni Björn Pálsson
2019 Árni Björn Pálsson
2018 Árni Björn Pálsson
2017 Daníel Jónsson
2016 Daníel Jónsson
2015 Daníel Jónsson
2014 Daníel Jónsson
2013 Árni Björn Pálsson
2012 Gísli Gíslason
2011 Þórður Þorgeirsson
2010 Bjarni Jónasson
2009 Erlingur Erlingsson
2008 Þórður Þorgeirsson
2007 Þórður Þorgeirsson
2006 Þórður Þorgeirsson
2005 Þórður Þorgeirsson
2004 Erlingur Erlingsson
2003 Þórður Þorgeirsson
2002 Þórður Þorgeirsson
2001 Þórður Þorgeirsson