Hættur í stjórn FEIF
Atli Már Ingólfsson hefur sagt sig úr stjórn FEIF en hann var formaður frístundaútreiðadeildarinnar (e. Leisure riding).
Samkvæmt heimasíðu FEIF hefur enginn nýr komið inn í stjórn FEIF sem samanstendur nú af Jean-Paul Balz, forseta FEIF, Inge Kringeland, Mark Timmerman, Will Covert og Gundula Sharman.