Halldór Gunnar verður yfirdómari Heimsmeistaramóts
Á heimasíðu FEIF er búið að tilkynna um það hver verður yfirdómari og hver aðstoðaryfirdómari á Heimsmeistaramóti.
Yfirdómari verður Halldór Gunnar Victorsson og honum til halds og trausts verður Stefan Hackauf. Báðir eru þeir alþjóðlegir íþróttadómarar og hafa dæmt mörg af stærstu mótum síðustu ára.
Segir í frétt á heimasíðu FEIF að þeir séu útnefndir af stjórn FEIF með stuðningu íþróttanefndar FEIF.