Halldór Kristinn Íslandsmeistari í járningum
Íslandsmótinu í járningum lauk í dag, en mótið var haldið í Lýsishöllinni í Víðidal. Halldór Kristinn Guðjónsson varð Íslandsmeistari í járningum.
Mótið þótti takast frábærlega, mikil tilþrif sáust og var samkeppnin gríðarleg, og var munur á keppendum oft bara kommur.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Sigurvegarar Í flokki minna vanir:
1.sæti Jón Ægir Jónsson
2.sæti Unnsteinn Reynisson
3.sæti Heiðar Snær Rögnvaldsson
Sigurvegarar í meistaraflokki:
1.sæti Halldór Kristinn Guðjónsson
2.sæti Hreinn Gunnar Guðmundsson
3.sæti Húni Hilmarsson