Hans Þór Hilmarsson er maður ársins 2022
Lesendur Eiðfaxa hafa valið mann ársins 2022 en það er Hans Þór Hilmarsson!
Hans setti heimsmet þegar hann reið hestinum Sindra frá Hjarðartúni í 9,38 fyrir hæfileika á Landsmótinu í sumar. Hann sýndi þónokkur kynbótahross með góðum árangri og reið fjórum sinnum í 10 fyrir einstaka eiginleika, þrjár 10 á Sindra (skeið, brokk og samstarfsvilja) og eina 10 á Dagmari frá Hjarðartúni (skeið).
Hann átti góðu gengi að fagna á skeiðbrautinni þar sem hann var m.a. í 2. sæti í 100 m. skeiði og 3. sæti í 150 m. skeiði á Íslandsmótinu og hlaut Öderinn sem er veittur stigahæsta knapanum á Skeiðleikum.
Á haustdögum var Hans svo valin í landsliðshóp Íslands.
Eiðfaxi óskar Hans Þór til hamingju með tiltilinn.