Happadrætti Stóðhestaveislunnar

  • 1. apríl 2025
  • Fréttir
Stóðhestaveislan styrkir minningarsjóð Bryndísar Klöru

Líkt og undanfarin ár styrkir Stóðhestaveislan góð málefni. Happadrætti Stóðhestaveislunnar verður á sínum stað og mun sala miða hefjast á veislunni sjálfri, laugardaginn 5. apríl, og standa til 1. maí.

Nú þegar eru margir flottir vinningar komnir á listann t.d. folatollar, sæðing og hagagjald, hótelgisting, vikupassi á Heimsmeistaramót o.fl.

Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja styðja við málefnið með happadrættisvinningum eða beinum fjárstuðningi geta haft samband við Magnús Benediktsson s: 893 3600 eða maggiben@gmail.com

Allur ágóði af söfnunni rennur til minningarsjóðs Bryndísar Klöru en sjóðurinn var stofnaður til að heiðra og varðveita minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem lést í kjölfar hnífaárásar á menningarnótt í Reykjavík í ágúst 2024.

„Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun leggja áherslu á að veita styrki til fræðslu, rannsókna og vitundarvakningar til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar