Háskólinn á Hólum kom vel út í gæðaúttekt

  • 14. september 2020
  • Fréttir

frá brautskráningu Hólanema mynd:Aðsend

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er að finna frétt þess efnis að úttekt hafi verið gerð á skólanum á vegum gæðaráðs háskóla,  þar sem erlendir úttektaraðilar tóku út starfsemina, töluðu við starfsfólk, nemendur, fyrrverandi nemendur, fólk í viðkomandi starfsgreinum en einnig fóru þeir aðilar í gegnum allt kerfið, kennsluaðferðir, prófaðferðir o.fl. er tengist skólanum.

Í stuttu máli þá kom skólinn vel út og nýtur traust sem Háskóli.
Meginniðurstöður úttektarinnar, sem framkvæmd var af fimm manna hópi alþjóðlegra sérfræðinga, er annars vegar að úttektarhópurinn ber traust til starfshátta og getu Háskólans á Hólum til að tryggja gæði þeirra gráða sem hann veitir; og hins vegar að hópurinn ber traust til starfshátta og getu Háskólans á Hólum til að tryggja gæði þess námsumhverfis sem hann býður nemendum sínum.
Úttektarhópurinn skilaði ítarlegri skýrslu um háskólann, sem aðgengileg er á slóðinni: https://qef.is/assets/PDFs/Universities/QEF2-Holar-IWR-Report-for-websit…. Í skýrslunni er lagt mat á gæði starfshátta, prófgráða, námsumhverfis og umgjarðar rannsókna, sérstaða og styrkleikar háskólans ræddir og margvísleg ráðgjöf veitt um skipulag og starfsemi hans. Skýrslan er skólanum afar gagnleg, ekki síst varðandi stefnumörkun, en nú er verið að móta stefnu hans fyrir árin 2021-2025.
Stutt íslensk samantekt af úttektinni og meginniðurstöðum er aðgengileg á slóðinni: https://qef.is/assets/PDFs/Universities/Holar-IWR-Report-Icelandic-Summa….

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar