Hátíðarstemming í Hafnarfirðinum
Það er gríðarleg eftirvænting og hátíðarstemming í Sörla í Hafnarfirði því á morgun, laugardaginn 27. desember kl. 14:00, hefst vígslumót nýju reiðahallarinnar með keppni félagsmanna.
Keppt verður Tölti T7 þ.e.a.s. hægt tölt og frjáls ferð. Riðið verður upp á vinstri hönd, 3 keppendur í einu á vellinum.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokki
Barnaflokki
Unglingaflokki
Ungmennaflokki
Kvennaflokki
Karlaflokki
Skráning fer fram á Sörlastöðum á milli 10:00 og 12:00 þann 27. des og skráningargjald er 3500 kr. Frítt er fyrir polla og börn.
Stebbukaffi verður opið og því tilvalið fyrir alla hestamenn landsins að koma og sjá og upplifa hina nýju og glæsilegu reiðhöll við hátíðlega stemmingu um leið og Sörlafélagar spreyta sig í nýrri aðstöðu sem beðið hefur verið eftir í langan tíma.
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
Styttist í fyrsta mót í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum