Heimsmeistaramót, brennureið og útflutningur á sæði
Árið 2025 var viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Næstu daga munum við birta örstutta annála og rifja upp tíðindi ársins.
Fjórðungsmót Vesturlands var haldið í Borgarnesi og þóttist taka vel til.
Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, sendu íslenskum stjórnvöldum opið bréf þar sem þau fordæma blóðmerahaldi á Íslandi með skýrum og afgerandi hætti
Nýtt kynbótamat leit dagsins ljós sem byggðist á kynbótadómum hrossa og einnig á keppnisárangri í ákveðnum keppnisgreinum.
HorseDay kynnti Brekkudómarann til leiks.
Tilkynnt var um val á landsliði Íslands í byrjun júlí, liðið var þó ekki fullskipað og átti Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Hulinn frá Breiðstöðum eftir að bætast inn í það. Deginum áður en hestunum var svo flogið út varð ein önnur breyting þegar Hans Þór Hilmarsson dró sig úr liðinu og Þórarinn Ragnarsson á Herkúles frá Vesturkoti bættist við.
FEIF Youth Camp fór fram á Íslandi þetta árið.
Í júlí fór fram fyrsta landsmót í hestafimleikum á Íslandi og var það haldið í Þytsheimum á Hvammstanga.
Einnig birtust niðurstöður rannsóknar sem var gerð á langferðahestum haustin 2021 og 2022 við Háskólann á Hólum þar sem rannsakað var burðargetu íslenskra hrossa.
Landssamtök íslenska hestsins í Svíþjóð hyggjast efla lyfjaeftirlit með hrossum sem taka þátt í sænskum meistaramótum í framtíðinni.
Útflutningur á frosnu sæði frá Íslandi hafinn og hafa fyl verið staðfest í hryssum erlendis.
Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk settu heimsmet í 250 m. skeiði á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fór fram á Selfossi í sumar. Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnarfirði.
Undirbúningur fyrir Landsmót hestamanna á Hólum næsta sumar er í fullum gangi en nokkuð var um framkvæmdir á svæðinu í sumar.
Heimsmeistaramót íslenska landsliðsins fór fram í Sviss og átti Ísland þar flotta fulltrúa. Ísland vann liðabikarinn, tvö gull í fullorðinsflokki og sex í ungmennaflokki.
Í ágúst var efnt til sögulegrar hestaferðar um Njáluslóðir og tóku þátt í henni 99 reiðmenn og nákvæmlega helmingi fleiri hestar þátt.
Sigurbjörn Eiríksson var valinn nýr formaður Landsliðsnefndar LH.
Hlutfall sýndra hrossa úr árgangi hækkar og var mjög góð þátttaka í kynbótadómum á árinu.
Í sumar stóðu yfir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Bless bless Blesi. en um er að ræða nýja íslenska glæpaseríu sem hverfist um hest. Verkefnið er gríðarlega viðamikið og tökum lauk á Suðurlandi í sumar.
Vinna er hafin við að þróa og endurhanna WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins. Í sumar var gerð könnun þar sem notendur WorldFengs og aðrir áhugasamir geta haft áhrif á framtíðarsýn WorldFengs.
Útflutningur á hrossum dregst saman.
Mest lesnu fréttir á vefnum voru eftirfarandi:
- Hrókeringar á landsliðshópi Íslands
- Landsliðshópur Íslands í Sviss
- Hörður Hákonarson látinn
- 16 ára stúlka lést í slysi á hrossaræktarbúi
- „Gríðarlega þakklátur að fá að vera með“
- Gljátoppur í hörkudóm í Svíþjóð
- Keilir frá Miðsitju fallinn
- Burðargeta íslenskra hesta
- Máni ekki lengur í landsliði Svía
- Sigfús í Vestra-Geldingaholti látinn
Árni Svavarsson á Hlemmiskeiði látinn
Fréttatilkynning frá stjórn Suðurlandsdeildar
„Nú tekur við að velja í landsliðshóp og heyra í knöpum“
Kosið um reiðkennara ársins 2025 hjá FEIF
Samskipadeildin – Áhugamannadeild Spretts hefst í febrúar