Hestadagar í Víðidal á morgun – Fróðleg dagskrá

  • 12. september 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Frítt er inn fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri

Á morgun laugardaginn 13. september kl 10:00 hefjast Hestadagatr með fróðlegri dagskrá sem hestaáhugafólk ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Sýnikennslur með áhugaverð viðfangsefni, allt frá frumtamningum til besta skeiðhests allra tíma og margfaldur heimsmeistari ætlar að tala um vegferðina á toppinn.

Í hádegishléinu munu félagar í Járningamannafélagi Íslands sýna heitjárningu á hesti. Á sama tíma verður Silli kokkur á staðnum og sér til þess að engin verði svangur.

Frítt er inn fyrir börn og unglinga 16 ára og yngri.

Sölusýningin verður á Hvammsvellinum kl. 14:00 og er í beinni útsendingu á Eiðfaxa.is Eiðfaxa Tv og á rásum Eiðfaxa hjá Sýn og hjá Símanum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar