Hestagullið Lýdía skiptir um eigendur

  • 13. apríl 2021
  • Fréttir

Lýdía og Ævar Örn á kynbótasýningu í Hafnarfirði mynd: Þórunn Hannesdóttir

Gæðingurinn og hestagullið Lýdía frá Eystri-Hól hefur skipt um eigendur og er nú kominn í þjálfun í Oddhól til Árna Björns. Samkvæmt heimildum Eiðfaxa er stefnan sett á Landsmót 2022.

Lýdía vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hún var sýnd af Ævari Erni Guðjónssyni á kynbótasýningu í Hafnarfirði þar sem hún hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið og sló svo í gegn á Landssýningu kynbótahrossa. Faðir Lýdíu er Lexus frá Vatnsleysu og móðirin er Oktavía frá Feti.

Myndband af Lýdíu í kynbótadómi í Hafnarfirði árið 2020 má sjá hér fyrir neðan ásamt einkunnum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<