Hestamaður ársins 2024
Eiðfaxi stendur fyrir kjöri á hestamanni ársins 2024 og geta lesendur nú valið þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Lesendur sendu inn tilnefningar í gegnum vef Eiðfaxa og er nú búið að fara yfir þær og ljóst er hvaða fimm aðilar lesendur Eiðfaxa telja eiga skilið að bera titilinn „Hestamaður ársins 2024“.
Hægt er að greiða atkvæði til hliðar á forsíðu Eiðfaxa. ATH. þú verður að vera á forsíðunni og er kosningin hægra megin á síðunni. Ef þú ert að skoða þetta í síma þarftu að fletta aðeins niður til að kosningin komi í ljós.
Kosninginu lýkur á miðnætti, 29. desember. Tilkynnt verður um valið á gamlársdag.
Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í stafrófsröð.
Hin íslenska útreiðarmanneskja
Fólkið sem leggur grunninn að öllu því sem viðkemur hestamennskunni og hefur ekki alltaf verið gert hátt undir höfði. Stundar sína hestamennsku vítt og breitt um landið og ríður út sér til ánægju.
Hjörtur Bergstað
Hefur verið viðloðinn félagsstörf í Fáki í meira en 30 ár og er búinn að vera formaður Fáks frá 2013. Undir hans forystu var haldið glæsilegt Landsmót í Víðidal í sumar og hefur hann unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu Fáks og Landsmóta.
Konráð Valur Sveinsson
Setti heimsmet í 150 metra skeiði á árinu og vann fimm stóra titla í skeiðgreinum.
Oddný Lára Guðnadóttir
Heldur úti skemmtilegum reiðskóla á Húsavík þar sem fjöldi barna tekur þátt. Leggur mikið upp úr gleði þátttakenda og tengingu við náttúru og hesta.
Sigurður Vignir Matthíasson
Sigurvegari B-flokks á Landsmóti. Gæðingaknapi ársins hjá LH. Ávallt hvetjandi og bjartsýnn, heiðarlegur og hógvær. Auk þess hefur hann um langt árabil haldið út Reiðskóla Reykjavíkur ásamt konu sinni Eddu Rún þar sem hundruðir barna taka þátt á hverju ári.