Hin hliðin – Hjörvar Ágústsson

  • 23. ágúst 2020
  • Fréttir

Hin hliðin er nýr liður á vef Eiðfaxa sem nú hefur göngu sína. Markmiðið er að fá að kynnast hestamönnum landsins nánar og fá þá til að svara ýmsum persónulegum spurningum. Hjörvar Ágústsson ætlar að ríða á vaðið og svara þessum fjölmörgu spurningum þar sem ýmislegt skemtilegt kemur fram.

 

Fullt nafn: Hjörvar Ágústsson

Gælunafn: Er oftast kallaður Hjörvar en fór í fótboltaskóla til Englands þegar ég var yngri. Þar áttu menn erfitt með nafnið og kölluðu mig annað hvort ,, Chubby “ eða ,,Herpes”, er ánægður að það festist ekki.

Starf: Reiðkennari, Tamningamaður og Óðalsbóndi.

Aldur: 29 

Stjörnumerki: Ljón.

Hjúskaparstaða: Er í gríðarlega sterku og stöðugu sambandi við hana Hönnu Rún Ingibergsdóttir. S-in þrjú eru ástæða góðs sambands þ.e.  S-amvera, S-kilningur og S-úkkulaði.

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max.   

Uppáhalds matur: Nautagúllaspottréttur og kartöflumús, eldaður af pabba.

Uppáhalds matsölustaður: Gallery Pizza, gula húsið með þykku pizzurnar!

Hvernig bíl áttu: Mitsubitshi L200, dreymir um að verða stór og sterkur eins og allir hinir hestamennirnir og fá mér Ram eða Ford.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: ,,Last Dance” þessa stundina.

Uppáhalds tónlistarmaður: Freddie Mercury / Queen. Líka mikill Ed sheeran aðdáandi, sá hann live í New York, það var magnað.

Fyndnasti Íslendingurinn: Bjarni Jónasson frá Reykhólum. Bara það er fyndið!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég fæ mér drauminn á Huppu, held það sé jarðaber, karmellusósa og Daim.

Þín fyrirmynd: Er svo heppinn að eiga mér margar fyrirmyndir. Reyni að tileinka mér eitthvað frá mörgum frekar en allt frá einum.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Hanna Rún, get ekki einbeitt mér að neinu öðru þegar hún er nálægt.

Sætasti sigurinn: Þegar ég sýndi hest í fyrsta skipti í fyrstu verðlaun eða þegar ég vann ásamt b-liði Kfr. Borganesmótið í fótbolta, unnum síðan sem A-lið ári seinna. Var með Dagnýju Brynjarsdóttur landsliðskonu í fótbolta í liðinu, held að það hafi hjálpað.

Mestu vonbrigðin: Hvað hárið lifði stutt.    

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: K.F.R   Knattspyrnufélag Rangæinga.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United. Var svo heppinn að fara á einn síðasta leikinn áður en Covid-19 skall á. Fór með pabba á United-Everton (hann heldur með Everton). Fengum jafntefli, allir sáttir.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ég væri til í að hitta hann Trölla minn aftur. Einstakur karakter  sem við byrjuðum öll systkinin á. Var eins og knapinn vildi, klettöruggur hjá ungum knapa en flugviljugur hjá vönum. Svona hestar eru ómetanlegir. Væri líka til í að leggja Náttfara!

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ásmundur Þórisson á Hvolsvelli. Einstaklega duglegur strákur sem ríður út alla daga í öllum veðrum. Svo er hann að verða ansi seigur strákurinn!

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Eva Dyröy.

Besti knapi frá upphafi: Árni Björn Pálsson. 

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Lilja frá Kirkjubæ og hennar afkomendur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kirkjubær á Rangárvöllum. Er langbestur með smá sand í nefinu, hárið fokið í vindinn á einum blesóttum.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjaraklukku og býð góða nótt.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já finnst alveg hrikalega gaman af flestum íþróttum fyrir utan skíði og sund.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði og sundi, jafn týndur í hvoru tveggja. 

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum og þeim greinum sem snérust um að tala.

Vandræðalegasta augnablik: Hef eignað mér öll þau augnablik sem vandræðalega eru enda þau jafn mikilvæg og önnur.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Elvar Þormarsson, Bjarna Jónasson og Arnar Bjarka Sigurðsson.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Bara fyrir þig þá koma hérna tvær:  

Nr.1  Ég er sykursjúkur af týpu 1. Þetta er meðfæddur sjúkdómur sem er ólæknandi en vel  hægt að meðhöndla í daglegu lífi.

Nr.2 Ég æfði samkvæmisdans í þrjú ár og keppti meðal annars á stóru móti í Írlandi, við vorum í sjötta sæti í cha-cha-cha.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Ásmundur Ernir Snorrason kemur manni sífellt að óvart!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Væri til í að kryfja Bohemian Rhapsody með Freddie Mercury, bara svona hver pælingin hafi verið. 

Ég skora á stórvinkonu mína Huldu Geirsdóttur dagskrárgerðarkonu á Rúv að sýna á sér hina hliðina.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar