HorseDay birtir nú mótaupplýsingar

  • 10. febrúar 2024
  • Fréttir
Smáforrið HorseDay kynnir nýja uppfærslu

Nú gefst áhugasömum tækifæri að sækja nýja uppfærslu smáforritsins HorseDay þar sem mótaupplýsingar koma fram.

Í opnum aðgangi smáforritsins er mótavirknin áþekk því sem notendur LH Kappa eiga að venjast svo sem ráslistar, einkunnir og niðurstöður móta, en jafnframt eru þar viðbætur sem notendur geta keypt er auka virkni forritsins svo um munar. „Má þar helst nefna að hægt er að vakta mót, hesta og keppendur og fá áminningu í símann þegar keppni hefst eða einkunnir eru gefnar. Þá er hægt að fylgjast með keppnisárangri hesta í hverri grein og sjá hvernig þróun árangursins hefur verið,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga

Hægt er að nálgast forrtið í App Store og Play Store. Sækja þarf uppfærslu til að virkja eiginleika forritsins.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar