Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Horses of Iceland bjóða frítt í HorseDay höllina

  • 7. febrúar 2024
  • Fréttir
Keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er á morgun

HÉR er hægt að sjá ráslista fyrir mótið en það stefnir allt í hörku spennandi keppni.

Horses of Iceland ætlar að bjóða áhorfendum frítt í stúkuna í HorseDay höllinni og hvetur stjórn deildarinnar alla til að þyggja boðið og fjölmenna í höllina.

​Matur og veitingar verða í boði í veitingasal HorseDay Hallarinnar fyrir keppni og ef pantað er fyrir fram fylgir í kaupbæti frátekið sæti í stúkunni! ​Pantanir fara fram HÉR en nánari upplýsingar má fá á info@ingolfshvoll.is

Húsið og veitingasalan opnar kl. 17:00, hleypt verður inn í höllina kl. 18:15, upphitunarhestur fer í braut 18:30 og keppni hefst stundvíslega kl. 19:00.  Einnig verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu á Alendis.

Steikarhlaðborð 

  • Hægeldað lambalæri.
  • Hvítlauks- og timian ristaðar karöflur, bakað rótargrænmeti, bernés- og brún sósa.
  • Sætkartöflusalat, döðlur og hnetur. Perlubyggsalat. Brokkolí- og trönuberjasalat og salat.
  • Frátekið sæti á besta stað í stúkunni!

Verð 3.990kr.

Hamborgari, panini og léttar veitingar selt gestum og gangandi.    ​
Pantanir á HÉR 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar