Hringur frá Gunnarsstöðum getur bætt við sig hryssum

  • 13. júní 2023
  • Tilkynning
Notkunarupplýsingar stóðhesta

Hringur frá Gunnarsstöðum tekur á móti hryssum í Reykjadal rétt hjá Flúðum. Hringur er í sæðingum hjá Guðríði Þórarinsdóttur og þar sem þær ganga mjög vel er hægt að bæta við fleiri hryssum.

Verð er 220.000 kr. með öllu (vsk., girðingagjaldi og sæðingu). Áhugasamir geta haft samband við Jón William s: 847 8130 eða Guðríði s: 8926442.

Hringur hlaut fyrstu verðlaun strax fjögurra vetra og hefur sannað sig bæði sem keppnis- og kynbótahestur. Hringur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmótinu í fyrra og eins og kemur fram í dómsorðum gefur hann fótahæð, stór og framhá hross. Hann gefur reist léttleikahross sem mörg hver eru með afgerandi framgöngu; þau eru hágeng, léttstíg og framhá á tölti og brokki. Hringur hef nú þegar skilað afkvæmum í fremtu röð en sonur hans vann Landsmót í 5 vetra flokki stóðhesta í fyrra og var eitt eftirminnilegasta hross Landsmótsins, Hringsjá frá Enni, undan honum.

Hringur er undan heiðursverðlaunahestinum Hróðri frá Refsstöðum og Andvaradótturinni Ölmu Rún frá Skarði sem var fyrstu verðlauna hryssa og hefur reynst afar vel í ræktun.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar