Hrossakjötsveisla – Uppskeruhátíð

  • 8. mars 2023
  • Tilkynning

Uppskeruhátíð Hrossaræktarfélags Flóahrepps verður haldinn í Vatnsholti föstudagskvöldið 17. mars næstkomandi með tilheyrandi hrossakjötsáti og verðlaunaveitingum. Einnig ætlar Gísli Guðjónsson kynbótadómari að koma og fræða okkur um ýmislegt varðandi kynbótadóma.

Verð á mann er 3900 krónur og einnig verður tilboð á barnum. Húsið opnar kl. 20:00. Allir velkomnir.

Skráning er hjá Ágústi Inga agustk@visir.is sími 899-5494, Atla Geir atligeir@hive.is sími 898-2256 og á netfang félagsins hrff.stjorn@gmail.com. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 12. Mars.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar