Hvað á að gera ef hryssa deyr við köstun?

 • 14. maí 2024
 • Fréttir
Nokkrir góðir punktar til að hafa í huga fyrir hrossaræktendur

Það er komið vor og hrossaræktendur farnir að fá fyrstu folöldin sín. Eins og þessi tími getur verið skemmtilegur þá getur allt gerst við köstun og því mikilvægt að fylgjast vel með hryssunum.

Dýralæknirinn Susanne Braun setti saman smá mola um hvað skal gera ef hryssa drepst við köstun og hvernig skal búa til varasjóð af broddmjólk.

Hvað á að gera ef meri deyr við köstun?

Ef hryssan deyr í köstun þarf nýfædda folaldið broddmjólk eins fljótt og hægt er. Það ætti að fá broddmjólk frá móður sinni með nauðsynlegum mótefnum innan fyrstu tveggja klukkutímum.

Næstbesta lausnin er broddmjólk frá annarri hryssu. Því ættu ræktendur að safna og frysta 100 til 200 ml. af broddmjólk úr hverri hryssu sem er nýköstuð. Samkvæmt sérfræðingunum er hægt að geyma broddmjólk frosinn í allt að fjögur ár, þannig að þú getur byggt upp gagnlegar neyðarbirgðir. Þú getur og ættir að reyna að mjólka út allri broddmjólk sem eftir er úr dauðu hryssunni.

Auk þess ættu hestaeigendur með folaldshryssur að eiga pela með samsvarandi spenum við höndina. Lambspenar eru betri en kálfaspenar. Einnig er gagnlegt að hafa birgðar af folaldamjólk. Þú ættir að minnsta kosti að vita hvar þú getur fengið folaldamjólk eins fljótt og auðið er – jafnvel um helgar eða á nóttunni. T.d. er Lífland með Pavo Colostrum (folaldabroddur), foal start kit og folaldamjólk.

Hvað ætti að hafa í huga þegar þú býrð til varasjóð af broddmjólk:
 • Næg gæði af broddmjólk (gult og seigt)
 • Nægilegt magn: 1 – 1,5 lítrar fyrir nýfætt folald innan við fyrsta sólarhring
 • Það er öruggt að taka ca. 250 ml. úr hverri gjafahryssu án afleiðingar fyrir sjúgandi folald
 • Athuga og tryggja gjöf af broddmjólk sem fyrst eftir fæðingu (allt að 18 klst.)
Hvernig á að búa til broddmjólk sjóður
 • Hægt er að nota hreina 100 – 250 ml. flöskur. Annars er auðvelt að fylla klakaplastpoka
 • Hreinsaðu spena hryssunnar
 • Fylltu hverju flösku með 125 – 150 ml. af broddmjólk
 • Merktu flöskuna eða pokann (með dagsetningu, í röð sem mjólk hefu verið tekin og nafn af hryssuni)
 • Geymið flöskuna í frysti (lágmarks geymsluþol: 12 mánuðir upp í 3-4 ár)
Aðferð í neyðartilvikum:
 • Hitið frystu broddmjólkina hægt og rólega í vatnsbaði í 37 gráður (við hitastig sem fer ekki yfir 40°C)
 • Gefið ca 100 – 120 ml. á klukkutímafresti við líkamshita, samtals ca. 1 lítra

 

Á samfélagsmiðlinum Facebook er til hópur sem heitir Móðurlaust folald – neyðarhjálp  þar er að finna alls konar reynslusögur og ráð frá fólki og dýralæknum sem hafa lent í því að missa hryssur og þurft að venja folöld undir aðrar hryssur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar