Hvað myndu þau hljóta í dag?
Aðaleinkunn Þráins frá Flagbjarnarholti myndi hækka í nýju dómskerfi kynbótahrossa miðað við hæsta dóm
Eins og flestir vita að þá voru gerðar breytingar á dómskerfi kynbótahrossa í vetur sem notast hefur verið við nú í vor og sumar. Breytingar urðu á vægi sköpulags og hæfileika auk þess að vægisbreytingar urðu á nokkrum stöðum innan bæði sköpulags- og hæfileikaeinkunnar. Í því ljósi ákvað forvitinn blaðamaður Eiðfaxa að reikna út hvað hæst dæmdu kynbótahross síðustu ára myndi hljóta í einkunn í dag miðað við þeirra hæsta dóm.
Í töflunni má sjá hvaða sköpulags-, hæfileika- og aðaleinkunn þessi hross myndu hljóta í dag og þá bæði aðaleinkunn án skeiðs og þá aðaleinkunn sem þau höfðu áður.
| Nafn | Uppruni | Sköpulag | Hæfileikar | Ae. | Ae. án skeiðs | Ae. áður |
| Þráinn | Flagbjarnarholti | 8,76 | 9,07 | 8,96 | 8,97 | 8,95 |
| Þórálfur | Prestsbæ | 8,87 | 8,9 | 8,89 | 8,82 | 8,94 |
| Spuni | Vesturkoti | 8,45 | 9,13 | 8,89 | 8,79 | 8,92 |
| Arion | Eystra-Fróðholti | 8,42 | 9,11 | 8,87 | 8,82 | 8,91 |
| Lukka | Stóra-Vatnsskarði | 8,44 | 9 | 8,81 | 8,86 | 8,89 |
| Draupnir | Stuðlum | 8,77 | 8,91 | 8,86 | 8,85 | 8,88 |
| Kolskeggur | Kjarnholtum | 8,79 | 8,85 | 8,75 | 8,73 | 8,86 |
| Hrannar | Flugumýri | 8,39 | 9,1 | 8,85 | 8,85 | 8,85 |
| Hrafn | Efri-Rauðalæk | 8,46 | 8,91 | 8,75 | 8,68 | 8,84 |
| Árblakkur | Laugasteini | 8,33 | 9,1 | 8,83 | 8,84 | 8,83 |
| Ölnir | Akranesi | 8,39 | 8,97 | 8,77 | 8,7 | 8,82 |
| Þota | Prestsbæ | 8,54 | 8,93 | 8,80 | 8,9 | 8,81 |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Afrekssjóður styrkir ungmenni á HM