Hvaða knapi sigrar einstaklingskeppnina í Meistaradeild Líflands?

Margir spá því að Jakob Svavar verji titilinn
Lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram í kvöld þegar keppt verður í tölti og flugskeiði í gegnum Ölfushöllina. Það er mikil spenna fyrir kvöldinu og þá sérstaklega þegar velt er vöngum yfir því hver stendur uppi sem Meistari Meistaradeildarinnar í ár.
Blaðamaður Eiðfaxa brá sér á rúntinn og spurði nokkra hestamenn á förnum vegi hver væri þeirra spá.