Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Hverjir verða á palli í kvöld?

  • 8. febrúar 2024
  • Fréttir

Efstu knapar í fjórgangi Meistaradeildarinnar. Mynd: Meistaradeild í hestaíþróttum

Hestamenn spá í spilin fyrir slaktaumatöltskeppni Meistaradeildarinnar.

Í kvöld fer fram keppni í slaktaumatölti í Meistaradeild Líflands en þetta er annað mótið í deildinni. Efstur í einstaklingskeppninni eftir eina grein er Jakob Svavar Sigurðsson og efsta liðið er Hestvit/Árbakki.

Ráslistar voru birtir hér á vef Eiðfaxa á þriðjudaginn en nokkuð er af nýjum pörum á listanum í bland við reyndari pör. Blaðamaður Eiðfaxa fékk nokkra hestamenn til þess að spá í spilin með sér um hvaða knapar og hestar yrðu í úrslitum í kvöld og hvaða lið myndi vinna liðaplattann.

Garðar Hólm Birgisson, formaður 1. deildarinnar í hestaíþróttum

Þetta er mín spá:

Aðalheiður 
Páll Bragi
Ásmundur 
Villiköttur
Glódís 
Viðar 

Liðið verður Ganghestar/Margrétarhof

Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamannafélaga

Ég spái því að hjartaknúsarinn úr Reykholtsdalnum Flosi Ólafsson landi sigri þó að naumt verði.

Í öðru sæti verður Ási með ofurhryssuna Hlökk frá Strandarhöfði

Aðalheiður verður svo þriðja með Flóvent en það magnaða par gerir sterkt tilkall til sigurs eins og Ási og Hlökk.

Í fjórða sæti verður Gústi með Sesar

Fimmti verður Viðar með Þormar, hinn borgfirska, frá Neðri-Hrepp

Hnífjöfn inn í úrslit í sjötta og sjöunda sæti verða undrabarnið úr landeyjunum Jón Ársæll á Grími og súperskutlan úr Mosó, Rakel Sigurhansdóttir á Slæðu sinni.

Annars verður þetta æsispennandi keppni og margir aðrir sem gætu blandað sér í efstu sætin og í raun nær ómögulegt að spá fyrir um þetta.

Sigurvegari liðakeppninnar verður nokkuð augljóslega lið Hrímnis/Hest.is ef spáin hér að ofan gengur efti.

Nils-Christian Larsen, knapi

Út frá ráslistanum lýtur þetta út fyrir að verða hörku keppni í slaktaumatölti! Ég sem Top Reiter knapi held náttúrulega með Top Reiter knöpunum. 

Það varður samt spennandi að sjá þróunina hjá Flosa og Steinari, þetta var glæsilegt par sem stóð upp úr í fyrra. 

Það verður spennandi að fylgjast með Eyrúnu og Hyl, fyrsta keppni í slaktaumatölti, glæsi gripur og hörkuknapi.

Viðar Ingólfsson og Þormar held ég að verða sterkir líka.

Hlakka til að fylgjast með og sjá knapana gera sitt allra besta. Megi besti knapinn og hesturinn vinna. 

Hafþór Hreiðar Birgisson, fyrrum knapi í Meistaradeildinni

Mín spá er þessi:

1. Ásmundur og Hlökk
2. Aðalheiður og Flóvent
3. Gústaf og Sesar
4. Glódís og Breki
5. Villiköttur
6. Flosi og Steinar

Stigahæsta liðið verður Hrímnir/Hest.is

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar