Landsmót 2024 Hverjir vinna a og b flokkinn?

  • 29. júní 2022
  • Fréttir
Spekingar spá í spilin fyrir Landsmót

Landsmót hestamanna hefst á Gaddstaðaflötum á Hellu, næsta sunnudag, 3. júlí. Af því tilefni fékk blaðamaður Eiðfaxa nokkra hestamenn til þess að spá í spilin með sér um hvaða knapi og hestur færu með sigur af hólmi í a flokki, b flokki og tölti.

 

Gísli GuðjónssonGísli Guðjónsson, fyrrum ritstjóri Eiðfaxa

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Stefnan er að sjálfsögðu sett þangað.

Hver vinnur A flokkinn?
Langt frá því að vera auðveld spurning. Þetta snýst um dagsform og hvort allt gangi upp í sérstakri forkeppni og milliriðlum. Það væri í raun auðveldara að spá fyrir um hvaða átta hestar ríða til A-úrslita en hver fer með sigur af hólmi. En ég set minn pening á Þráinn frá Flagbjarnarholti.

Hver vinnur B flokkinn?
Það sama upp á teningnum hér og í A-flokknum, mjög erfitt að spá fyrir um. Stefnir í spennandi og jafna keppni. Ég spá því að Ljósvaki frá Valstrýtu standi að lokum uppi sem B-flokks sigurvegari.

Hver vinnur töltið ?
Árni Björn og Ljúfur.

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Allt saman. Hvílíkt samansafn af gæðingum í öllum greinum og á kynbótabrautinni. Verð þó mest svekktur ef ég næ ekki að sjá öll kynbótahross og skeiðgreinar, þar verður fjörið, mikið til af fljótum skeiðhestum í öllum greinum og spennandi keppni framundan.

 

Líney María Hjálmarsdóttir, tamningamaður og hrossaræktandi

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Já auðvitað mætir maður á Landsmót.

Hver vinnur A flokkinn?
Þráinn vinnur A flokkinn

Hver vinnur B flokkinn?
Ljósvaki vinnur B flokkinn

Hver vinnur töltið ?
Ljúfur vinnur töltið

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
A flokkinn og kynbótahrossin

 

Rósa Birna Þorvaldsdóttir, tamningamaður og hrossaræktandi 

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Já mæti auðvitað á Landsmót

Hver vinnur A flokkinn?
Sólon frá Þúfum og Guðmundur Björgvinsson

Hver vinnur B flokkinn?
Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn Pálsson

Hver vinnur töltið ?
Helga Una Björnsdóttir og Fluga frá Hrafnagili

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Ég er spenntust fyrir að fylgjast með og styðja Frá minn og Þór. En er að sjálfsögðu bara full tilhlökkunar að fylgjast með vinum og kunningjum spreyta sig á öllum helstu gæðingum landsins. Ég er viss um að þetta verður algjör veisla!

 

Ingibjörg Guðmundsdóttir, fyrrum formaður Meistaradeildar í hestaíþróttum

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Auðvitað

Hver vinnur A flokkinn?
Eyrún Ýr og Leynir

Hver vinnur B flokkinn?
Siggi Matt var flottur held þetta verði milli Safírs og Ljósvaka

Hver vinnur töltið ?
Ljúfur

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Unglingana

 

Ómar Ingi Ómarsson, tamningamaður og hrossaræktandi

Ætlarðu að mæta á Landsmót?
Já auðvitað

Hver vinnur A flokkinn?
Þetta gæti orðið slagur á milli Sólon frá þúfum,Leynir frá Garðshorni og Þráinn frá Flagbjarnarholti. Held einhvernveginn að Sólon taki þetta á endanum.

Hver vinnur B flokkinn?
Ég hef trú á hrossi frá mínu félagi í Hornfirðing Tromma frá Höfn hún er í miklu stuði sá ég á úrtökunni okkar og Ljósvaki frá Valstrítu mun keppa við hana og það verður dagsformið sem mun skera á milli þeirra.

Hver vinnur töltið ?
Töltið er einfalt í mínum huga. Það er Ljúfur og Árni Björn þeir taka þetta.

Hvað hlakkarðu mest til að horfa á ?
Ég hlakka mest til að horfa á 250m skeiðið því síðast þá sló hestur frá mér heimsmet hann Dalvar frá Horni og Árni Björn en lentu samt í 4 sæti sem var mjög spennandi og gaman að horfa á en núna er Árni Björn með bróðir hanns Ögra frá Horni og það gæti farið vel.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar