Hvernig horfi ég á Meistaradeildina í kvöld?

  • 22. janúar 2025
  • Fréttir
Nokkrar spurningar sem okkur hafa borist vegna Eiðfaxa TV.

Þá er Eiðfaxi TV kominn í loftið og eðlilega hafa nokkrar spurningar vaknað hjá lesendum Eiðfaxa. Hér fyrir neðan eru svör við helstu spurningunum sem við höfum fengið.

 

Hvernig horfi ég á Meistaradeildina á morgun?

Fyrsta skrefið er að fara inn á www.eidfaxitv.is og ganga frá áskrift.

Þegar þú hefur skráð þig í áskrift færðu tölvupóst sem sendir þig á síðuna okkar og býður þér að setja upp lykilorð, ef þú ert ekki skráður sjálfkrafa inn þá getur þú smellt á „sign in“ og valið „Email me a sign in link“, þegar það er komið þá getur þú farið í notenda stillingarnar, valið „password“ og búið til lykilorð.

Þá ertu kominn með aðgang að Eiðfaxa TV.

Næst geturðu fengið þér Eiðfaxa TV appið eða horft á á vefsíðunni, www.eidfaxitv.is. Appið er aðgengilegt í snjallsímum, Apple TV og í sjónvörpum með Android TV (Google Play Store), Google TV og Amazon Fire TV.

 

Það kom enginn staðfestingar póstur þegar ég skráði mig í áskrift?

Ef það kom enginn staðfestingarpóstur þá er best að kíkja í rusl möppuna, ef hann er ekki þar þá gæti verið að skráningin hafi ekki farið í gegn, algengast er að það var ekki klárað að staðfesta greiðsluna í bankaappinu í skráningarferlinu, best er að hafa samband við þjónustuverið eða reyna að skrá sig aftur.

 

Get ég horft á Eiðfaxa TV í gegnum Sjónvarp Símans?

Eiðfaxa stöðin inn á Sjónvarpi Símans er bara fyrir þá viðburði sem verða í opinni dagskrá. Það þarf hvorki að kaupa eða skrá sig inn til þess að horfa á þá viðburði sem eru í Sjónvarpi Símans.

Í opinni dagskrá í vetur verða Blue Lagoon mótaröðin, Áhugamannadeild Norðurlands og Meistaradeild æskunnar og Líflands.

Þú þarft að vera með Eiðfaxa TV appið í sjónvarpinu þínu til að geta horft á t.d. Meistaradeildina, Suðurlandsdeildina eða Samskipadeildina í sjónvarpinu þínu.

 

Ég var í áskrift af Eiðfaxa blöðunum, hvað gerist nú?

Ef þú varst í áskrift af Eiðfaxa þá fellur sú áskrift úr gildi nú 1. febrúar. Þú þarft að gerast áskrifandi að Eiðfaxa TV ef þú vilt geta fylgst með beinum útsendingum og öðru efni þar inni.

Ef þú ert í áskrift að Eiðfaxa færð þú 25% afslátt af árgjaldi Eiðfaxi TV í gegnum þennan TENGIL. ATH að það þarf að nota sömu kennitölu og er þegar í áskrift til að hægt sé að klára kaupin.

 

Frá hvaða deildum sýni þið í vetur?

Beinar útsendingar verða frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum, Meistaradeild Líflands og æskunnar, Suðurlandsdeildinni, Áhugamannadeildinni í Spretti, Áhugamannadeild Norðurlands, Blue Lagoon mótaröðinni og Íslandsmótinu í gæðingalist, auk annarra viðburða s.s. Stóðhestaveislu.

Þá verður þáttargerð í hávegum höfð með viðtölum við hestamenn í setti, uppgjörsþátta auk heimsókna á tamningarstöðvar og sérstakra þátta um börn í hestamennsku auk annars efnis.

 

Verður hægt að horfa á það sem var í beinni útsendingu eftir á?

Já allt efni verður aðgengilegt eftir að viðburði er lokið.

 

Verður Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum í opinni dagskrá?

Nei, þú þarft að vera í áskrift til að fylgjast með Meistaradeildinni í vetur.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar