Í skoðun hvernig starf ábyrgðarmanns í hrossarækt verði leyst

  • 12. ágúst 2020
  • Fréttir

Frá landssýningu kynbótahrossa mynd: Louisa Hackl

Eins og Eiðfaxi sagði frá fyrr í sumar að þá mun Þorvaldur Kristjánsson láta af störum sem ábyrgðarmaður í hrossarækt frá og með sumarlokum.

Miklar vangaveltur hafa síðan þá tekið sig upp meðal hestamanna um það hver leysi Þorvald af í þessu mikilvæga og krefjandi starfi en ljóst er að margir einstaklingar geta leyst það með sóma. Verið er að skoða leiða með hvaða hætti starfið verður leyst og hvort það verður auglýst til umsóknar.

Í samtali Eiðfaxa við Karvel L. Karvelsson framkvæmdarstjóra RML segir hann að verið sé að vanda til verka með hvaða hætti starfið verður leyst og að RML muni tilkynna um það þegar liggur fyrir með hvaða hætti það verður gert.

Í næsta tímariti Eiðfaxa verður viðtal við Þorvald Kristjánsson þar sem m.a. verður farið yfir tíma hans í starfi. Gerðust áskrifandi að Eiðfaxa og tryggðu þér tímarit hestamanna heim að dyrum með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar