Ímynd íslenska hestsins og hrossabænda hefur beðið hnekki

  • 24. nóvember 2021
  • Fréttir
Myndbandið um blóðmerahald á Íslandi fer eins og eldur í sinu um netheima

Fyrr í vikunni var birt myndband á YouTube sem fjallar um blóðmerahald á Íslandi og er á vegum þýsk/austurríska dýraverndunarsamtaka TSB Tierschutzbund Zürichdýraverndundarsamtakanna.

Myndbandið fer eins og eldur í sinu um netheima og hefur vakið hörð viðbrögð. Greinilegt er að fólki er brugðið og að ímynd Íslands, íslenska hestsins og íslenskra hrossabænda hefur beðið hnekki.

Meðfylgjandi eru skjáskot af broti af þeim athugasemdum sem blaðamaður Eiðfaxa hefur rekist á í morgun.

 

Í útvarpsfréttum RÚV í hádeginu var viðtal við Jelenu Ohm, verkefnastjóra Horses of Iceland hjá Íslandsstofu, en í því segir hún að innihald myndbandsins sé hryllingur að horfa á og segir hún myndbandið skaða ímynd landsins. „Markaðslega séð og fyrir ímynd Íslands er þetta hræðilegt. Viðbrögðin hafa verið harkaleg. Fólk er auðvitað, eins og við hér heima, í sjokki og ég hef alveg fengið hótanir í gær um að fólk muni aldrei heimsækja Ísland aftur meðan þetta er í gangi. Það er alveg klárt mál að svona lagað hefur gríðarlega mikil áhrif á ímynd Ísland.“ segir Jelena og bætir við að þetta sé mikið áfall fyrir þá sem vinna að markaðssetningu íslenska hestins og þeirra sem elska hann og virða að sjá slíka meðferð dýra.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar var viðtal við Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, þar sem hann segir meðferð á hryssum til blóðtöku til háborinnar skammar, kallaði eftir því að tekið yrði á málinu en vildi ekki leggja mat á það hvort hætta ætti starfseminni.

Í sama fréttatíma var viðtal við Ingu Sæland, formann Flokk fólksins, hefur barist fyrir því að hætta blóðtöku úr hryssum á Íslandi. Hún lagði fram frumvarp fyrr á árinu, til að stöðva þennan búskap, sem fékk lítinn gaum. Hún hyggst leggja fram nýtt frumvarp og setja það í hæsta forgang.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<